Komum í veg fyrir tjón og lækkum kostnað

TM veitir fyrirtækjum heildstæða þjónustu á sviði forvarna sem byggist á nánu samstarfi milli félagsins og viðskiptavina þess. Meginmarkmið forvarnarstarfsins er að efla þekkingu og innleiða nýja hugsun um forvarnir meðal stjórnenda og starfsmanna. Markvisst forvarnarstarf grundvallast á því að verjast óhöppum og draga úr hættu á tjónum og slysum. 

Heilsa

Vissir þú að TM veitir þjónustu í heilsueflingu starfsmanna?

Markmið heilsueflingar á vinnustað er ekki einungis að koma í veg fyrir heilsutjón heldur einnig að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Að bæta heilsu má líta á sem eðlilegt framhald þess að koma í veg fyrir sjúkdóma. Er það af hinu góða að fyrirtæki hvetji og styðji starfsmenn sína til að lifa heilbrigðu lífi til ágóða bæði fyrir einstaklinginn og vinnustaðinn. Til að skapa heilsusamlegan vinnustað er mikilvægt að samþætta heilsueflingu á vinnustað stefnu fyrirtækja. Viðhorf og stuðningur stjórnenda skipta miklu máli og að allir taki þátt. Til að tryggja að árangur verði sem bestur þarf að vinna markvisst og því æskilegt að flétta heilsueflingarstarfið inn í gæðastarf fyrirtækja. TM hefur á síðustu árum unnið náið með íslenskum útgerðum að því að bæta heilsu sjómanna.

Tjónavarnir

Það krefst áhuga og aga að verjast tjónum

Forvarnarverkefni TM fylgja ákveðnu ferli sem reynslan hefur sýnt að geta skilað frábærum árangri. 

 • Stöðumat fyrirtækja
 • Markmiðasetning
 • Fræðsla og upplýsingagjöf
 • Þjálfun stjórnenda og starfsmanna

TM veitir árlega forvarnarverðlaunin Varðbergið til viðskiptavina sem þykja skara fram úr í forvarnarmálum. Forvarnarfulltrúar TM veita nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu á sviði forvarna og öryggismála.

Forsenda góðs árangurs í forvarnarstarfi er:

 • Skýr stefna og stuðningur yfirstjórnenda
 • Virk þátttaka stjórnenda og starfsmanna
 • Samþætting í daglegan rekstur fyrirtækis
 • Fyrirtækjabragur sem styður öryggishegðun
 • Hvetjandi og samheldið umhverfi

Ávinningur af góðu forvarnarstarfi er:

 • Góð ímynd fyrirtækisins
 • Öruggari starfsmenn - viðskiptavinir
 • Aukin starfsánægja starfsmanna
 • Betri yfirsýn yfir öryggismál
 • Bætt rekstrarafkoma

Forvarnir TM

Forvarnir TM hafa það að markmiði að fyrirbyggja hættu á atvinnutengdu heilsutjóni og slysum og stuðla um leið að vellíðan starfsmanna.

Eldvarnir

Eldvarnir er sjálfsagður liður í rekstri og gæða- og öryggismálum fyrirtækja og stofnana. Vandað eigið eftirlit stuðlar að auknum skilningi eigenda og starfsfólks á mikilvægi eldvarna.

Umferðaröryggi

Umferðarstofa hefur útbúið 35 myndbönd sem fjalla um ýmis þau atriði sem gagnast vegfarendum til að tryggja öryggi sitt og annarra sem best í umferðinni. Þessar myndir er góðar til upprifjunar og jafnframt eru þær notaðar við ökunám.

Lögbundið áhættumat

Samkvæmt vinnuverndarlögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, ber atvinnurekandi ábyrgð á að láta framkvæma áhættumat fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. 

Innbrotavarnir

Innbrot og þjófnaður í fyrirtækjum eru algeng, nánast öll fyrirtæki geta átt á hættu að brotist sé inn í þau. Með öflugum innbrots-, aðgangsstýri- og eftirlitskerfum hjá fyrirtækjum má draga úr þessari hættu og oft á tíðum koma í veg fyrir óbætanlegt tjón