Netöryggis­trygging

Nú getur þú tryggt þitt fyrirtæki gegn netárásum. Með netöryggistryggingu TM er fyrirtækið verndað gegn fjárhagslegu tapi í kjölfar netárásar, auðkennisþjófnaðar eða gagnaleka.

Netöryggistrygging TM er nýjung á markaðnum. Tryggingin er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja lágmarka fjárhagslegt tap sitt verði þau fyrir netárás og veitir aðgengi að þjónustuaðilum hér á landi bæði í netöryggi og á lögfræðisviði. Tryggingin greinist niður í fimm liði sem eru auðkennisþjófnaður, netárás, rekstrartap, gagnaleki og ábyrgð vegna gagnaleka.

Víðtæk trygging á sviði netöryggismála


Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að neðan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í upplýsingaskjölum og skilmálum trygginganna.

Forvarnir fyrirtækja hafa tekið breytingum með auknum þætti tölvutækni í þeirra rekstri og alþjóðavæðing netsins leggur leiðir þeirra gjarnan víða um heim. Tryggingin gildir um tölvugögn og hugbúnað þinn sama hvar í heiminum gögnin eru geymd eða hýst. Tryggingin gildir í starfsemi þinni á Íslandi og á meðan starfsmenn eru á ferðalögum í Evrópu vegna starfa sinna og engu máli skiptir hvaðan árásin á sér stað.


TM hefur einsett sér að vera leiðandi í þróun stafrænna lausna og ríður nú á vaðið fyrst tryggingafélaga á Íslandi með netöryggistryggingu. Slík forvörn fyrirtækja er löngu tímabær í breyttum heimi þar sem þjófnaður og skemmdarverk fara ekki einungis fram á áþreifanlegum eignum og innbrotin ekki einungis fram í húsnæði fyrirtækja. Tryggðu þitt fyrirtæki gegn þjófnaði og skemmdum á dýrmætum gögnum, tölvusvikum og innbrotum tölvuþrjóta hvaðan sem er í heiminum.

Hvað getur þitt fyrirtæki gert?

TM hefur tekið saman helstu forvarnir á sviði netöryggismála. Þessum atriðum er nauðsynlegt að huga að í þínu fyrirtæki.

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þörfum fyrirtækisins þíns og í kjölfarið sendir starfsmaður TM þér tilboð.