Skipatryggingar

Skipatryggingar eru tryggingar sem eru sérhannaðar til að tryggja þá hagsmuni sem tengjast útgerð skips og innifela húftryggingu skipsins, ábyrgðar- og áhafnartryggingar.


Húftrygging

Húftrygging er trygging sem bætir altjón og hlutatjón á skipinu auk ábyrgðartryggingar samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Í boði eru ýmiss konar skilmálar í húftryggingum fiskiskipa og geta útgerðarmenn valið sér vátryggingarvernd og eigin áhættu sem hæfir viðkomandi skipi. 

Meira

Húftrygging smábáta

Vátryggingin tekur til báts og fylgifjár og er vátryggingarfjárhæð byggð á samkomulagi vátryggingartaka og félagsins. Tryggingin tekur meðal annars til tjóna ef báturinn ferst eða skemmist vegna bruna, óveðurs, strands, innbrots, jarðskjálfta og eldgosa. Í uppsátri er báturinn tryggður gegn bruna, óveðri, snjóflóðum, eldgosum og innbrotum. 

Meira

Alskaðatrygging skipa og báta

Alskaðatryggin er einfaldasta vátryggingin fyrir skip og báta og bætir tryggingin algert tjón þegar skipið ferst, hverfur eða verður fyrir svo miklum skemmdum að ekki er unnt að bjarga því eða gera við það. Einnig ef skipið verður fyrir svo miklum skemmdum að kostnaður við að bjarga því nemur hærri fjárhæð en vátryggingarverðinu, Meira

Hagsmunatrygging fiskiskipa

Til viðbótar við húftryggingu er útgerðarmanni heimilt að kaupa hagsmunatryggingu fyrir skipið til að mæta beinu eða óbeinu fjárhagslegu tjóni ef skipið ferst. Vátryggingarfjárhæðin má hæst vera 1/5 af vátryggingarverði skipsins.

Meira

Ábyrgðartrygging vegna skipa yfir 300 brúttótonn

Samkvæmt siglingalögunum er útgerðarmönnum skipa yfir 300 bt gert skylt að hafa ábyrgðartryggingu fyrir skip sín sem tekur til sjóréttarkrafna, sem njóta takmörkunar skv. 174 gr. siglingalaga. Félagið býður eigendum skipa að innifela í húftryggingunni ábyrgðartryggingu sem uppfyllir ávæði framangreindra laga. 

Ábyrgðartrygging - Protection & Indemnity (P&I)

Protection & Indemnity (P&I) trygging er sérstök ábyrgðartrygging sem tekur til lögboðinnar og samningsbundinnar ábyrgðar sem hvílir á skipseiganda gagnvart þriðja aðila. P&I trygging kemur til viðbótar húftryggingu, þ.e. fyrst reynir á bótaskyldu úr húftryggingunni áður en reynir á P&I trygginguna. Meira

Afla- og veiðarfæratrygging

Tryggingin tekur til tjóns sem verður á afla- og veiðarfærum ef þau farast alveg með skipi eða stafar af því að skip strandar, siglir á, brennur eða því hvolfir. Sé um birgðatryggingu á frystum afla að ræða tekur tryggingin einnig til tjóns sem rekja má til bilunar í kælikerfi.

Meira

Áhafnartryggingar

Áhafnartryggingin er samsett trygging sem innfelur slysa-, líf-, farangurs- og ábyrgðartryggingu útgerðarmanns sem útgerðarmaður þarf að kaupa vegna áhafna sinna, samkvæmt lögum og ákvæðum kjarasamninga.

Meira

Gott að vita