Líf- og heilsutryggingar

TM býður ýmsar lausnir sem veita fyrirtækjum og starfsfólki þeirra vernd gegn fjárhagslegum afleiðingum slysa og sjúkdóma. Sú vernd getur verið byggð á lögum, kjarasamningum eða sérsamningum innan fyrirtækja.


Slysatrygging launþega

Samkvæmt kjarasamningum ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína. Nokkuð misjafnt er eftir stéttafélögum hvernig þessari tryggingu er háttað en almennt er um að ræða dánar- og örorkubætur og oft dagpeninga. Trygging þessi gildir ýmist í vinnu og á milli vinnustaðar og heimilis, eða allan sólarhringinn.

Meira

Slysa- og sjúkratrygging

Slysa- og sjúkratrygging er samsett vernd sem tryggir þér bætur ef slys eða sjúkdómur veldur þér tímabundnum tekjumissi eða varanlegri læknisfræðilegri örorku (miska).  Þú getur raðað saman bótaþáttum og ákveðið bótafjárhæðir eftir þínum þörfum.

Meira

Líftrygging

Hefur þú fyrir öðrum að sjá eða hefur þú tekið á þig fjárhagslegar skuldbindingar sem aðrir ábyrgjast?  Ef svo er ættir þú að vera líftryggður.

Líftrygging greiðir rétthöfum bætur við fráfall þess sem tryggður er, hvort sem það er af völdum sjúkdóma eða slysa. Hinn vátryggði ákveður sjálfur hverjir eru rétthafar bóta og eru þeir tilgreindir á vátryggingarskírteini. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skattfrjálsar.

Meira

Sjúkdómatrygging

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú  greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarft að gangast undir aðgerð. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skattfrjálsar.

Meira

Sjúkrakostnaðar­trygging

Sjúkrakostnaðartrygging er fyrir þá sem ekki njóta sjúkratrygginga á Íslandi samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þetta á við Íslendinga eru að flytja heim eftir að hafa átt lögheimili erlendis og útlendinga sem flytja lögheimili sitt til Íslands.

Meira

Gott að vita