Heimatrygging TM3

Heimatrygging TM3 hentar jafnt einstaklingum og fjölskyldum sem vilja vera með góða innbústryggingu ásamt víðtækum frítímaslysatryggingum.


Grunnvernd

Innbústrygging

Innbústrygging TM veitir alhliða vernd fyrir innbú heimilisins. 

Meira

Slysatrygging í frítíma

Tryggingin greiðir bætur vegna slysa í frítíma, við heimilisstörf og við skólanám.

Meira

Umönnunartrygging barna

Greiddar eru bætur fyrir barn vátryggingartaka 15 ára og yngra ef barnið þarf að dvelja á sjúkrahúsi lengur en þann tíma sem tilgreindur er í skilmálum. Meira

Greiðslukortatrygging

Tryggingin bætir tjón sem hlýst af því að greiðslukort þitt tapast og óviðkomandi aðili notar það með sviksamlegum hætti. Tryggingin gildir jafnt á Íslandi sem og á ferðalögum erlendis.

Málskostnaðartrygging

Trygginging greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum þegar óskað hefur verið aðstoðar lögmanns. Meira

Ábyrgðartrygging

Ábyrgðartrygging greiðir bætur ef vátryggður hefur komið sér í bótaábyrgð en samkvæmt íslenskum lögum bera menn bótaábyrgð á tjóni sem þeir valda öðrum vegna mistaka eða vanrækslu. Meira

Áfallahjálp

Áfallahjálp er sálfræðilegur stuðningur við einstaklinga eða hópa sem fundið hafa fyrir sterkri vanlíðan eða ótta vegna tjónsatviks sem er svo ógnandi eða yfirþyrmandi að ætla má að fólki muni reynast erfitt að vinna úr henni án aðstoðar.


Viðbótarvernd

Forfallatrygging

Forfallatrygging TM bætir þann hluta fargjalds og gistikostnaðar sem greiddur hefur verið og fæst ekki endurgreiddur af ferðaskrifstofu eða flugfélagi. Trygginguna þarf að kaupa sama dag og farbókun og greiðsla farseðils fer fram.

Meira

Farangurstrygging

Vátryggingin bætir tjón sem verður á hinum vátryggða farangri.

Meira

Farangurstafartrygging

Vátryggingin gildir vegna tafar á afhendingu farangurs á áfangastað í áætlunar- eða leiguflugi í 92 samfellda daga frá upphafi ferðar frá Íslandi.

Meira

Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging erlendis

Tryggingin greiðir sjúkrakostnað vegna slyss, sjúkdóms eða fráfalls þess vátryggða, sem verður í frítíma og kostnað vegna ferðarofs erlendis. Tryggingin gildir fyrstu 92 dagana þegar ferðast er erlendis í einkaerindum. 

Meira

Innbúskaskó

Innbúskaskó tekur til tjóns á innbúi af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks og er ekki bótaskylt úr innbústryggingu heimatryggingar.

Meira

Skilmálar