• Heimilið og fjölskyldan

Heima er best

TM býður viðskiptavinum upp á mikinn sveigjanleika þegar kemur að tryggingum á húseignum, innbúi og fjölskyldu. 

Kynntu þér vel þá kosti sem í boði eru, sendu okkur skilaboð eða hafðu samband á næstu þjónustuskrifstofu TM.

Sjáðu strax hvað tryggingarnar kosta

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman tryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunum og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

Innbú og fjölskylda

Heimatrygging TM veitir þér og fjölskyldu þinni mikilvæga vátryggingarvernd

Í heimatryggingu TM getur þú meðal annars valið um innbústryggingu, innbúskaskó, slysatryggingu, ábyrgðartryggingu fyrir þig og fjölskylduna. Í boði eru fjórar samsetningar af tryggingavernd þannig að þú getur valið þá vernd sem hentar þínum þörfum. Heimatrygging TM1 hentar til dæmis oft þeim sem búa einir og vilja lágmarksvernd en Heimatrygging TM4 er víðtæk fjölskyldu- og innbústrygging.

Ætlar þú að leigja út heimilið þitt?

Ef þú ætlar að leigja út heimili þitt í gegnum Airbnb eða aðrar sambærilegar leiguþjónustur í 90 daga á ári eða skemur þá er Heimagisting TM frábær lausn. Tryggingin er í boði sem viðbót við heimatryggingu TM. Óháð stærð eignar eða innbúsverðmætis kostar tryggingin einungis um 4.500 kr. á ári.

Innbúsverðmæti - hvað á ég?

Mikilvægt er að sú vátryggingarfjárhæð innbús sem skráð er á tryggingaskírteini endurspegli raunverulegt verðmæti - án þess er ekki tryggt að fullar bætur fáist komi til tjóns. TM ráðleggur viðskiptavinum sínum að fara yfir verðmæti innbús að minnsta kosti einu sinni á ári. Sérstaklega þarf að skoða hvort að vátryggingavernd sé nægjanleg þegar keyptir eru dýrari hlutir á heimilið eins og t.d. heimilistölvur, myndavélar, flatskjáir eða skartgripir.

Staka innbústryggingu er hægt að kaupa á muni sem þarf að sértryggja

Hægt er að kaupa tvenns konar viðbótarinnbústryggingar fyrir staka muni og eru það brunatrygging lausafjár sem bætir tjón á innbúi af völdum eldsvoða ásamt því að hægt er að bæta við hana innbrots-, vatnstjóns- og/eða foktryggingu. Einnig er hægt að kaupa skaðatryggingu á lausafé sem er tekin er á einstaka dýra muni svo sem á myndavélabúnað.

Húseign

Fasteignatrygging veitir víðtæka og alhliða vernd fyrir fasteign þína

Fasteignatrygging er samansett úr þrettán mismunandi tryggingum sem bæta tjón sem verða á fasteigninni sjálfri, tjón sem oft á tíðum geta verið mjög kostnaðarsöm. Þar má helst nefna vatnstjónstryggingu, glertryggingu og fok- og óveðurstryggingu. Fasteignatrygging er stundum kölluð húseigandatrygging. Þeir sem búa í fjölbýli ættu að kanna hvort fasteigna- eða húseigandatrygging sé sameiginleg fyrir fjölbýlið eða hvort hver og einn hafi sína tryggingu.

Brunatrygging húseigna bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða

Brunatrygging húseigna er lögbundin trygging fyrir alla fasteignaeigendur. Hluti af iðgjaldi brunatryggingar rennur til Viðlagatryggingar Íslands sem bætir beint tjón af völdum náttúruhamfara. Einnig er hægt að kaupa viðbótarbrunatryggingu sé talið að húsið sé verðmætara en brunabótamat segir til um. Lánastofnanir gera í sumum tilvikum kröfu um slíka viðbótarvernd.

Húsbyggjendatrygging er fyrir þá sem eru að byggja sitt eigið heimili

Þegar hús er í smíðum er skylda að hafa það brunatryggt en húsbyggjendatrygging tekur einnig á öðrum tjónum eins og vatnstjónum og tjónum vegna foks og óveðurs. Innifalið er í tryggingunni slysatrygging fyrir vátryggða og aðra sem eru að vinna við húseignina, þó ekki verktaka. Einnig er trygging fyrir verkfæri, áhöld og vinnupalla sé þess getið í skírteini ásamt tryggingu fyrir þá skaðabótaskyldu sem fallið getur á eiganda vegna húseignar í smíðum. 

Búslóðaflutningar

Farmtrygging tryggir þig gagnvart tjóni á innbúi í flutningum

Það getur komið fyrir að innbú skemmist eða laskist í búslóðaflutningum. Heimatrygging TM tekur ekki á þess háttar tjónum og því er nauðsynlegt að tryggja sig gagnvart tjónum í flutningi með því að kaupa sérstaka farmtryggingu.