Bruna­trygging

Fasteignaeigendum er skylt að hafa brunatryggingu. Ef talið er að endurbætur vegna tjóns yrðu kostnaðarsamari en brunabótamat segir til um má einnig kaupa viðbótarbrunatryggingu hjá TM.

Ef þú ert fasteignaeigandi þarft þú lögum samkvæmt að hafa brunatryggingu og bætir hún tjón á húsnæði í kjölfar eldsvoða. Tryggingarfjárhæðin er í samræmi við brunabótamat fasteignarinnar sem unnið er af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en sé hún talin verðmætari en brunabótamat segir til um getur þú einnig keypt viðbótarbrunatryggingu hjá TM. 

 

Þar sem lögbundin brunatrygging greiðir aðeins bætur samkvæmt mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er skynsamlegt að láta endurmeta brunabótamat ef endurbætur eiga sér stað eða byggt er við eignina. Til að mynda er algengt að sólpallar séu ekki hluti af brunabótamati þar sem matið hefur oft átt sér stað fyrir byggingartíma þeirra.

Hvað er innifalið?

Upptalningin hér að neðan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Algengar spurningar

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.