Heimatrygging TM4

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er heimatrygging TM4?

Heimatrygging TM4 veitir þér og fjölskyldunni þinni mikilvæga tryggingavernd á m.a. innbúinu ykkar og tryggir einnig fjölskylduna fyrir slysum í frítíma. Tryggingin er víðtækasta heimatrygging TM.

Hvað bætir tryggingin?

  • Tjón eða skemmdir á innbúi vegna t.d. bruna, þjófnaðar og vatnstjóns.
  • Slys í frítíma, þ.m.t. bætur vegna varanlegs líkamstjóns, dagpeningar vegna tímabundins missis starfsorku, sjúkrakostnaður vegna endurhæfingar og tannlæknakostnaður ef tennur brotna í slysi.
  • Skaðabætur þegar einhver annar en fjölskyldumeðlimur verður fyrir tjóni og bótaábyrgð skapast.
  • Umönnun barna vegna sjúkrahúsdvalar.
  • Sjúkrahúslega vegna sjúkdóma eða slysa.
  • Misnotkun á greiðslukorti.
  • Málskostnaður vegna ágreinings fyrir dómi í einkamálum.
  • Áfallahjálp vegna tjónsatviks.
  • Ferðakostnaður vegna forfalla í ferðalag erlendis (valkvætt).
  • Tjón á farangri í ferðalagi (valkvætt).
  • Töf á farangri á ferðalagi erlendis (valkvætt).
  • Sjúkrakostnaður vegna slysa, veikinda eða andláts sem verður erlendis (valkvætt).
  • Innbúskaskó sem tekur til skemmda á innbúi af víðtækum orsökum (valkvætt).
  • Tjón á innbúi þegar heimilið er leigt út í heimagistingu (valkvætt).

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Tjón á innbúi vegna utanaðkomandi vatns.
  • Slys sem verða við vinnu.
  • Umferðarslys.
  • Slys í keppnum.
  • Málskostnaður vegna hjónaskilnaðar eða ágreinings um forræði barna eða umgengnisrétt.
  • Ferðakostnaður þegar forföll eru vegna veikinda sem voru til staðar áður en ferð var keypt.
  • Hlutir sem týnast, gleymast eða eru skildir eftir á almannafæri.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

Hámark á bótafjárhæðum í innbústryggingu:

  • Skartgripir og úr eru að hámarki 5% af innbúsverðmæti.
  • Peningar, verðbréf, handrit, frumteikningar, mynt- og frímerkjasöfn eru að hámarki 1% af innbúsverðmæti hver liður.
  • Reiðhjól eru bætt að hámarki 250.000 kr.
  • Verkfæri, varahlutir og áhöld eru að hámarki 5% af innbúsverðmæti.

Hvar gildir tryggingin?

  • Almennt gildir tryggingin á Íslandi og á ferðalögum hvar sem er í heiminum í 92 daga.
  • Ábyrgðartryggingin gildir á Íslandi og á ferðalagi innan Evrópu í 92 daga.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Veita allar nauðsynlegar upplýsingar við töku tryggingar, við endurnýjun og eftir þörfum á meðan tryggingin er í gildi.
  • Tilkynna tjón til TM tafarlaust og eigi síðar en innan árs frá tjónsatviki.
  • Tilkynna lögreglu tafarlaust um innbrot, þjófnað, skemmdarverk og rán með ósk um rannsókn.
  • Reyna að afstýra tjóni eða takmarka það eins og hægt er.
  • Leita til læknis þegar slys ber að höndum og fara í öllu að fyrirmælum læknis.

Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða á kreditkort.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.