Húsbyggjenda­trygging

Húsbyggjendatrygging tryggir bæði heimili í smíðum og þau sem vinna að því. Gerðu draumaheimilið þitt tilbúið án þess að stressa þig á mögulegu tjóni.

TM býður þeim sem eru að byggja sitt eigið heimili góða húsbyggjendatryggingu. Þegar hús er í smíðum er skylda að hafa það brunatryggt en húsbyggjendatrygging hjá TM tekur einnig á öðrum tjónum eins og innbrotum, skemmdarverkum, vatnstjónum og tjónum vegna foks og óveðurs. Einnig er innifalin slysatrygging fyrir fjölskyldu og vini sem vinna við húseignina auk þess sem hægt er að tryggja verkfæri, áhöld, vinnupalla og vinnuskúra og tryggja sig fyrir skaðabótaskyldu sem fallið getur á eiganda vegna húseignar í smíðum.

Algengar spurningar

Viltu hafa samband?

Netspjall

Opið núna

Netspjallið hentar vel ef þú vilt aðstoð við að ná utan um málin.