Brunatrygging lausafjár
Brunatrygging sem bætir lausafé gagnvart bruna, náttúruhamförum og fleiri þáttum sem bæta má við trygginguna.
Brunatrygging lausafjár bætir gagnvart bruna og náttúruhamförum en einnig er hægt að kaupa viðbót þar sem bætt eru tjón vegna vatns, innbrota eða foks. Tryggingin hentar vel fyrir innbú sem þú þarft að tryggja sérstaklega eða ef þú átt innbú í húsnæði sem þú býrð ekki í að staðaldri og heimatrygging hentar ekki. Dæmi um það sem tryggt er með þessari tryggingu er almennt innbú, innbú í geymslu, innbú í hesthúsi, listaverk, skartgripir, hljóðfæri, heitur pottur og skjólpallur eða -girðing.
Algengar spurningar
Viltu hafa samband?
Tölvupóstur
Alltaf opið
Sendu fyrirspurn í tölvupósti og þú færð svar frá ráðgjafa fljótlega.