Húsbyggjendatrygging
Húsbyggjendatrygging er sérsniðin fyrir einstaklinga sem eru að byggja sitt eigið heimili. Þegar hús er í smíðum er skylda að hafa það brunatryggt en húsbyggjendatrygging tekur á öðrum tjónum.
Í húsbyggjendatryggingu er tryggt gegn tjóni af völdum vatns, hruns, sigs, foks, óveðurs, innbrots, skemmdarverka og sótfalls. Einnig er innifalin ábyrgðartrygging húseigenda, sem og slysatrygging fyrir fjölskyldu og vini sem vinna við húsið, þó ekki verktaka. Tryggingin tekur til verkfæra, áhalda, vinnupalla og vinnuskúra sem er í eigu vátryggingartaka og er tekið fram á skírteini. Eigin áhætta vátryggðs í sérhverju tjóni er tilgreind í vátryggingarskírteini.
Hér fyrir neðan er hægt að fá nánari upplýsingar um þær tryggingar sem eru innifaldar í húsbyggjendatryggingu.