Húsbyggjenda­trygging

Húsbyggjendatrygging er sérsniðin fyrir einstaklinga sem eru að byggja sitt eigið heimili. Þegar hús er í smíðum er skylda að hafa það brunatryggt en húsbyggjendatrygging tekur á öðrum tjónum.

Í húsbyggjendatryggingu er tryggt gegn tjóni af völdum vatns, hruns, sigs, foks, óveðurs, innbrots, skemmdarverka og sótfalls. Einnig er innifalin ábyrgðartrygging húseigenda, sem og slysatrygging fyrir fjölskyldu og vini sem vinna við húsið, þó ekki verktaka. Tryggingin tekur til verkfæra, áhalda, vinnupalla og vinnuskúra sem er í eigu vátryggingartaka og er tekið fram á skírteini. Eigin áhætta vátryggðs í sérhverju tjóni er tilgreind í vátryggingarskírteini.

Hér fyrir neðan er hægt að fá nánari upplýsingar um þær tryggingar sem eru innifaldar í húsbyggjendatryggingu.


Vatnstjónstrygging

Að lenda í vatnstjóni getur haft í för með sér kostnað sem hleypur á milljónum króna og því er hún mjög mikilvæg trygging fyrir fasteignina þína. 

Meira

Glertrygging

Glertrygging bætir brot á venjulegu rúðugleri og miðast bætur við venjulegt, slétt rúðugler. 

Meira

Innbrotstrygging

Fasteignatrygging bætir tjón á húseign af völdum innbrots eða tilraunar til innbrots. Undanskildar eru skemmdir á póstkössum.

Fok og óveður

Fasteignatrygging bætir skemmdir á húseign sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu. Undanskilið er tjón af völdum sandfoks.

Brot og hrun

Tryggingin bætir tjón á fasteign ef innanhúsloftklæðning, naglföst innrétting eða hlutar þeirra falla niður vegna skyndilegrar bilunar.

Sótfall

Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns af sökum skyndilegs sótfalls frá eldstæðum og kynditækjum

Slysatrygging

Tryggingin bætir slys sem vátryggður, fjölskylda hans svo og aðrir sem eru við störf við húsbygginguna verða fyrir á byggingarstað. Tryggingin bætir ekki slys er iðnmeistarar, verktakar eða starfsmenn þeirra verða fyrir.

Ábyrgð húseiganda

Vátryggt er gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur samkvæmt íslenskum lögum á vátryggðan sem eiganda húseignar.

Meira

Skilmálar

Gott að vita

Góð ráð við kaup á fasteign

Fátt skiptir meira máli fyrir fjárhag þinn og fjölskyldu þinnar en að vel takist til þegar þú festir kaup á íbúð, hvort sem það er í fyrsta skipti eða þú ert að skipta um eigin húsnæði, selja og kaupa íbúð. Hér eru nokkrar leiðbeiningar og heilræði sem þú ættir að hafa í huga við þessi tímamót. 

Lesa meira

Fáðu tilboð í tryggingar

Segðu okkur aðeins frá þér

Ef þú svarar nokkrum spurningum getum við komið með tillögu að vernd sem hentar þínum þörfum.

Ég er og ég er . Ég á .

Maki minn er .

Takk fyrir þetta.

Segðu okkur nú aðeins meira um heimilishagi þína:

Ég bý í sem er um fermetrar.

Á heimilinu er bíll.

Eru önnur ökutæki/ferðavagnar á heimilinu?

Hversu mörg ökutæki eru á heimilinu önnur en bílar?

Ég er með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, vélhjól, vélsleða og fjórhjól.

Átt þú sumarbústað?

Hvað er sumarbústaðurinn stór?

Sumarbústaðurinn er um fermetrar.

Átt þú aðrar fasteignir?

Hversu margar fasteignir ert þú með

Ég á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, hesthús og húsnæði í smíðum.

Átt þú dýr?

Hversu mörg dýr ert þú með?

Ég er með hund, kött, fugl og hest.