Innbrot

Innbrot á heimili fólks og sumarhús hefur fjölgað mikið.  Mikilvægt er að hver og einn sé meðvitaður um þá vá sem innbrot er.  Þjófar eru oft að leita eftir hlutum sem auðvelt er að framselja eins og flatskjái, tölvur, myndavélar, skartgripi.

Að minnka áhættuna á innbroti

Öryggiskerfi

Engin vafi er að öryggiskerfi sporna við innbrotum. Þau hafa mikinn fælingarmátt. Þótt öryggiskerfi veiti ekki þá tryggingu  að innbrot verði ekki framið þá stressar það og áreitir þjófinn þannig að hann forðar sér hið fyrsta.

Lýsing

Mikilvægt er að heimilið sé vel upplýst að utan.  Gott er að hafa lýsingu með hreyfiskynjurum.

Sími

Mælt er með að heimasíminn sé þannig stilltur að hann færist yfir á farssímann sérstaklega þegar er verið að heiman í lengri tíma.

Póstur

Fá nágranna, ættingja til að fjærlægja póst úr póstkassa. Mikilvægt að láta líta út að einhver sé heima.

Netpóstur

Ekki stilla sjálfvirka svörun í netpósti um að þú sért að fara að heiman og hve lengi.

Hurðir / Gluggar

Mikilvægt að hurðir gluggar séu vel lokaðir og læstir með tilskildum lásum/ lokum.

Verkfæri og búnaður

Læsið stiga  og verkfæri inni  svo þjófurinn finni ekki búnað á lóðinni til að framkvæma innbrot.

Nágrannavarsla

Biðja nágranna að leggja bíl í innkeyrslu, líta eftir eigninni, setja rusl í ruslatunnu, fjarlæga póst frá bréfalúgu/kassa. Þannig að þjófurinn fái þá tilfinningu að það sé einhver heima

Fésbókin

Ekki segja fésbókarvinum  að þú sért að fara að heiman