Kaskótrygging

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á eigin bifreið og aukahlutum komi til tjóns.
Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan þá fjárhæð ef til tjóns kemur.

Kaskótrygging tekur ekki gildi fyrr en búið er að færa bílinn til skoðunar hjá TM í Síðumúla 24 eða í næsta útibú eða umboð TM.

Sjáðu strax hvað bílatryggingin kostar

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman bílatryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

Bættu við kaskótryggingu í TM appinu

Ef þú ert nú þegar með ökutækjatryggingu hjá TM þá er mjög auðvelt að bæta við kaskótryggingu í TM appinu. Þú sérð strax hvað tryggingin mun kosta og hvað er innifalið. Í framhaldinu getur þú framkvæmt kaskóskoðun í gegnum appið með því að taka myndir af bílnum ásamt skemmdum, ef þær eru til staðar. Skoðunin samþykkist rafrænt og um leið tekur tryggingin gildi. Fljótlegt, einfalt og alsjálfvirkt ferli.

Þú getur sótt TM appið á App store eða Google Play

Sæktu appið á Google Play Sæktu appið í App Store

 

Tryggingin bætir:

 • Eigið tjón á bifreið vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls og aur- og vatnsflóðs...
 • Tjón sem verður á bifreiðinni vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
 • Flutning og björgun á ökutæki eftir tjón.
 • Tjón á fram-, aftur- og hliðarrúðu.
 • Tryggingin greiðir bílaleigubíl í allt að 5 daga verði bíllinn þinn óökufær eftir tjón.

Tryggingin bætir ekki

 • Ef um vítavert gáleysi eða ásetning, svo sem ölvun við akstur eða lyfjanotkun er að ræða.
 • Ef tjón stafar af sandfoki eða náttúruhamförum.
 • Ef hjólabúnaður eða undirgrind skemmist í akstri á ósléttri akbraut.
 • Þjófnað eða skemmdir á aukabúnaði, til dæmis hjólkoppum og ljósabúnaði.
 • Tjón af völdum skemmdarverka eða þjófnaðar erlendis
 • Utanvegakaskó bætir ekki tjón ef vatn flæðir inn í bílinn.

Vinsamlega athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Utanvegakaskó

Ef bifreið er útbúin til aksturs utan vega er innifalin í kaskótryggingunni áhætta vegna aksturs um tún, snjóskafla, á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, vegatroðninga eða aðrar vegleysur, samanber nánar grein 4.2 í skilmálum kaskótryggingar.

Skilmálar