Kaskótrygging

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á eigin bifreið og aukahlutum komi til tjóns.
Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan þá fjárhæð ef til tjóns kemur.

Kaskótrygging tekur ekki gildi fyrr en búið er að færa bílinn til skoðunar hjá TM í Síðumúla 24 eða í næsta útibú eða umboð TM.

Sjáðu strax hvað bílatryggingin kostar

Vádís sýndarráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman bílatryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

Tryggingin bætir:

 • Eigið tjón á bifreið vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls og aur- og vatnsflóðs...
 • Tjón sem verður á bifreiðinni vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
 • Flutning og björgun á ökutæki eftir tjón.
 • Tjón á fram-, aftur- og hliðarrúðu.
 • Tryggingin greiðir bílaleigubíl í allt að 5 daga verði bíllinn þinn óökufær eftir tjón.

Tryggingin bætir ekki

 • Ef um vítavert gáleysi eða ásetning, svo sem ölvun við akstur eða lyfjanotkun er að ræða.
 • Ef tjón stafar af sandfoki eða náttúruhamförum.
 • Ef hjólabúnaður eða undirgrind skemmist í akstri á ósléttri akbraut.
 • Þjófnað eða skemmdir á aukabúnaði, til dæmis hjólkoppum og ljósabúnaði.
 • Tjón af völdum skemmdarverka eða þjófnaðar erlendis
 • Utanvegakaskó bætir ekki tjón ef vatn flæðir inn í bílinn.

Vinsamlega athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Utanvegakaskó

Ef bifreið er útbúin til aksturs utan vega er innifalin í kaskótryggingunni áhætta vegna aksturs um tún, snjóskafla, á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, vegatroðninga eða aðrar vegleysur, samanber nánar grein 4.2 í skilmálum kaskótryggingar.

Skilmálar
Fáðu tilboð í tryggingar

Segðu okkur aðeins frá þér

Ef þú svarar nokkrum spurningum getum við komið með tillögu að vernd sem hentar þínum þörfum.

Ég er og ég er . Ég á .

Maki minn er .

Takk fyrir þetta.

Segðu okkur nú aðeins meira um heimilishagi þína:

Ég bý í sem er um fermetrar.

Á heimilinu er bíll.

Eru önnur ökutæki/ferðavagnar á heimilinu?

Hversu mörg ökutæki eru á heimilinu önnur en bílar?

Ég er með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, vélhjól, vélsleða og fjórhjól.

Átt þú sumarbústað?

Hvað er sumarbústaðurinn stór?

Sumarbústaðurinn er um fermetrar.

Átt þú aðrar fasteignir?

Hversu margar fasteignir ert þú með

Ég á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, hesthús og húsnæði í smíðum.

Átt þú dýr?

Hversu mörg dýr ert þú með?

Ég er með hund, kött, fugl og hest.