• Líf og heilsa

Mikilvægasta ástæðan fyrir því að vera vel tryggður

Óvænt slys eða veikindi geta raskað fjárhagslegu öryggi fjölskyldunnar.  Þeir sem hafa fyrir öðrum að sjá eða hafa fjárhagslegar skuldbindingar ættu að huga að mikilvægi fjárhagsverndar.  TM býður fjölbreyttar lausnir sem auðvelda endurskipulagningu fjármála heimilisins ef heilsubrestur setur strik í reikninginn.

Launavernd TM

Launavernd TM sýnir á einfaldan hátt hvernig fjárhagsleg afkoma fjölskyldunnar breytist við fráfall, alvarleg veikindi eða örorku og gerir tillögur að úrbótum ef á þarf að halda.

Skoða Launavernd TM

Líf og heilsa

Barnatrygging TM

Barnatrygging TM miðar að því að veita góða vernd gegn afleiðingum slysa og sjúkdóma sem börn kunna að verða fyrir.

Líftrygging

Líftrygging greiðir rétthöfum bætur við fráfall þess sem tryggður er, hvort sem það er af völdum sjúkdóma eða slysa.

Söfnunarlíftrygging virkar sem reglubundinn sparnaður ásamt því að vera líftrygging. 

Sjúkdómatrygging

Sjúkdómatrygging greiðir bætur þegar hinn tryggði greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarf að gangast undir aðgerð.

Slysa- og sjúkratrygging

Slysa og sjúkratrygging er víðtæk vernd þar sem hægt er að raða saman bótasviði að þörfum hvers og eins. Tryggingin greiðir bætur vegna tímabundinnar og varanlegrar óvinnufærni af völdum slysa og/eða sjúkdóma.

Sjúkrakostnaðar­­trygging

Sjúkrakostnaðartrygging er fyrir þá sem njóta ekki sjúkratrygginga þar sem þeir hafa ekki átt lögheimili á landinu í 6 mánuði.