Líftrygging

Hefur þú fyrir öðrum að sjá eða hefur þú tekið á þig fjárhagslegar skuldbindingar sem aðrir ábyrgjast?  Ef svo er ættir þú að vera líftryggður.

Líftrygging greiðir rétthöfum bætur við fráfall þess sem tryggður er, hvort sem það er af völdum sjúkdóma eða slysa. Hinn vátryggði ákveður sjálfur hverjir eru rétthafar bóta og eru þeir tilgreindir á vátryggingarskírteini. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skattfrjálsar.

Líftrygging gildir til 75 ára aldurs hins vátryggða og er að jafnaði óuppsegjanleg af hálfu félagsins. Vátryggingartaki getur á hinn bóginn sagt henni upp hvenær sem er. Uppsögn tekur gildi þegar skrifleg uppsögn berst félaginu.

Hvað þarftu háa líftryggingu?

Fjárhæð líftryggingar þarf að taka mið af af tekjum, skuldum, fjölskylduhögum og fjölskyldustærð vátryggðs. Umsókn um líftryggingu þarf að vera fyllt út og undirrituð af þeim sem óskast tryggður. 

Umsókn um líftryggingu - til útprentunar


Fylgiblað með Covid-19 spurningum - til útprentunar


Skilmálar


Sendu gögnin þín á öruggan hátt með Gagnagátt TM

Upplýsingar sem tengjast kaupum á líf- og sjúkdómatryggingum einstaklinga er unnt að senda TM í gegnum Gagnagátt TM. Þegar gögn eru send með þeim hætti eru þau dulkóðuð þannig að viðtakandi þeirra í líf -og heilsutryggingum, sem hefur til þess heimild, er sá eini sem getur opnað þau. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarft þú að hafa gild rafræn skilríki