Náttúruhamfarir

Tjón af völdum nátttúrhamfara geta verið margvísleg. Almenna reglan er sú að vátryggingar undanskilja tjón sem hljótast við eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll, snjófljóð, vatnsflóð og aðrar náttúruhamfarir nema annars sé sérstaklega getið.

Eignir sem eru brunatryggðar eru náttúruhamfaratryggðar. Náttúruhamfaratrygging bætir tjón af völdum náttúruhamfara. Ökutæki eru þó ekki náttúruhamfaratryggð, jafnvel þótt þau séu með kaskótryggingu. Nánari upplýsingar um trygginguna og reglugerðir má finna á vef Náttúruhamfararatrygginga Íslands.

Náttúrhamfaratrygging Íslands óskar nú eftir því að öll mál séu tilkynnt beint til þeirra, en ekki til vátryggingarfélaga

Tjón af völdum náttúruhamfara

Hvað er tryggt og hvað er ekki tryggt? *

 • Húseignir
  Allar húseignir skulu vera tryggðar með lögboðinni brunatryggingu, en viðlagatrygging fylgir brunatryggingu húseigna.
 • Ökutæki og húsvagnar
  Ökutæki og húsvagnar eru ekki viðlagatryggð þótt þau séu með kaskótryggingu. Tjón á þeim fást ekki bætt sé tjón af völdum náttúruhamfara.
 • Lausafé
  Lausafé sem tryggt er gegn bruna fæst bætt úr viðlagatryggingu. Það á bæði við um sérstaka brunatryggingu og heimatryggingu.
 • Sumarhús og gróður við sumarhús
  Sumarhús (frístundahús) skulu vera brunatryggð eins og aðrar húseignir. Þau eru því einnig viðlagatryggð. Innbúsmunir (lausafé) í sumarhúsi bætast einnig úr viðlagatryggingu ef þeir eru brunatryggðir, sbr. hér að ofan. Í nánar tilgreindum sumarhúsatryggingum hjá TM (Sumarhúsatrygging TM2 og TM3) er unnt að fá sérstaka vátryggingu sem tekur til skemmda á gróðri á lóð sumarhússins. Ef slík trygging er fyrir hendi tekur hún til skemmda á gróðri sökum eldgoss.
 • Líkamstjón
  Slysatjón vegna eldgosa eru undanskilin í slysatryggingum, en eru þó innifalin i launþegatryggingu.
 • Búfé
  Sé búfé tryggt með landbúnaðartryggingu TM fæst tjón bætt úr viðlagatryggingu.
 • Dýr
  Dýr sem tryggð eru með gæludýratryggingu TM eru ekki viðlagatryggð. Tjón sem verður af völdum eldgossfæst því ekki bætt.
 • Forföll og ferðatafir
  Flugfarþegum sem verða fyrir röskun á ferðatilhögun vegna eldgossins ber að snúa sér til flugfélags eða eftir atvikum ferðaskrifstofu, samanber reglugerð númer 574/2005 sem fjallar um réttindi flugfarþega. Samkvæmt 8. grein reglugerðarinnar á farþegi rétt á endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Flugmálastjórnar Íslands, www.caa.is.
  Tjón vegna röskunar á ferðatilhögun sem rekja má til eldgossins er ekki bótaskylt úr ferðatryggingum TM. Sama gildir almennt um kortatryggingar.

* Nánari upplýsingar má finna í skilmálum okkar.