Nauðsynlegir ferðafélagar

Hugarró með TM appinu

Viðskiptavinir TM hafa nú í TM appinu staðfestingu á ferðatryggingum heimatryggingar. Þeir viðskiptavinir sem hafa ferðatryggingar innifaldar í heimatryggingu eru ferðatryggðir í orlofsferðum í frítíma í allt að 92 samfellda ferðadaga. Í TM appinu er ferðastaðfesting fyrir alla sem eru vátryggðir en tryggingin gildir fyrir tryggingataka, maka og ógift börn ef þau eiga sameiginlegt lögheimili og búa á sama stað.  

Í TM appinu er einnig hægt að fá beint samband við neyðarþjónustu SOS International komi til alvarlegra veikinda eða slysa. SOS International er traustur samstarfsaðili TM til margra ára og eru starfsmenn þeirra sérfræðingar í málefnum vegna slysa og veikinda erlendis. Starfsmenn SOS eru til taks á öllum tímum sólahrings ef upp koma alvarleg veikindi eða slys.

Í TM appinu eru einnig upplýsingar um hvað ferðatryggingar innifela ásamt mikilvægum upplýsingum um í hvernig ferðum erlendis ferðatryggingar í heimatryggingum gilda. Einnig er þar að finna mikilvægar upplýsingar um hvað bera að gera komi til tjóns erlendis eins og þjófnaður á farangari, veikindi slys ofl.

Ferðastaðfesting staðfestir að vátryggður hefur sjúkrakostnaðartryggingu erlendis í gildi hjá TM en í TM appinu er hægt að senda staðfestingu beint á netfang sem slegið er inn. Þessar upplýsingar koma í stað plast ferðakorta sem TM hefur gefið út áður. Við mælum með að allir nýti sér upplýsingar í TM appinu en ef óskað er eftir plast korti þarf að óska eftir því sérstaklega. Nauðsynlegt er að sækja um ferðakort tímanlega og sækja það á næstu þjónustuskrifstofu TM eða fá það sent heim í bréfpósti. Þeir sem kaupa staka ferðatryggingu geta sótt um ferðakort TM eða fengið ferðastaðfestingu senda á netfang. 

Sækja um ferðakort TM

Græna kortið vegna aksturs erlendis

Ábyrgðartrygging ökutækja gildir um notkun ökutækisins á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem og í Sviss. Ef ferðast er utan þess svæðis þarf að fylgja bifreiðinni alþjóðlegt vátryggingarkort, svokallað grænt kort.

Einnig er hægt að sækja um Grænt kort í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24 alla virka daga milli klukkan 09:00 - 16:00.

Athugið að þjófnaður og skemmdarverk á ökutæki erlendis er ekki bótaskylt.

Sækja um Græna kortið

Evrópskt sjúkratryggingakort

Þeir sem ferðast til Evrópu ættu ávallt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för.

Evrópska sjúkratryggingakortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES-ríki.

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES-ríkja sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að fá evrópskt sjúkratryggingakort.

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir í öllum ríkjum EES og Sviss. 

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir að öllu jöfnu í tvö ár og endurnýja þarf kortið að þeim tíma liðnum.

Um kortið og notkun þess gilda EES-reglugerðir um almannatryggingar og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Sækja þarf um Evrópska sjúkratryggingakortið hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Sækja um sjúkratryggingakort