Nauðsynlegir ferðafélagar

Ferðakort TM

Ferðatryggingakortið tryggir þér aðgang að neyðarþjónustu SOS International um allan heim. Starfsmenn SOS International eru til taks á öllum tímum sólarhrings ef upp koma alvarleg veikindi eða slys.

Þeir sem eru með ferðatryggingu innifalda í Heimatryggingu TM (2,3,4) eiga rétt á ferðakorti ef þeir eru að fara til útlanda í frí skemur en 90 daga. Athugið að tryggingin gildir fyrir tryggingataka, maka og ógift börn hans ef þau eru með sama lögheimili. 

Einnig geta þeir sem keypt hafa staka ferðatryggingu fengið ferðakort fyrir vátryggða. 

Kortið er staðfesting á að viðkomandi sé ferðatryggður hjá TM og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er að sækja um ferðakort tímanlega og sækja það á næstu þjónustuskrifstofu TM eða fá það sent heim í bréfpósti.

Sækja um ferðakort TM

Græna kortið vegna aksturs erlendis

Ábyrgðartrygging ökutækja gildir um notkun ökutækisins á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem og í Sviss. Ef ferðast er utan þess svæðis þarf að fylgja bifreiðinni alþjóðlegt vátryggingarkort, svokallað grænt kort.

Einnig er hægt að sækja um Grænt kort í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24 alla virka daga milli klukkan 09:00 - 16:30.

Athugið að þjófnaður og skemmdarverk á ökutæki erlendis er ekki bótaskylt.

Sækja um Græna kortið

Evrópskt sjúkratryggingakort

Þeir sem ferðast til Evrópu ættu ávallt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för.

Evrópska sjúkratryggingakortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES-ríki.

Ríkisborgarar Íslands og annarra EES-ríkja sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að fá evrópskt sjúkratryggingakort.

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir í öllum ríkjum EES og Sviss. 

Evrópska sjúkratryggingakortið gildir að öllu jöfnu í tvö ár og endurnýja þarf kortið að þeim tíma liðnum.

Um kortið og notkun þess gilda EES-reglugerðir um almannatryggingar og reglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Sækja þarf um Evrópska sjúkratryggingakortið hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Sækja um sjúkratryggingakort

 


Fáðu tilboð í tryggingar

Segðu okkur aðeins frá þér

Ef þú svarar nokkrum spurningum getum við komið með tillögu að vernd sem hentar þínum þörfum.

Ég er og ég er . Ég á .

Maki minn er .

Takk fyrir þetta.

Segðu okkur nú aðeins meira um heimilishagi þína:

Ég bý í sem er um fermetrar.

Á heimilinu er bíll.

Eru önnur ökutæki/ferðavagnar á heimilinu?

Hversu mörg ökutæki eru á heimilinu önnur en bílar?

Ég er með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, vélhjól, vélsleða og fjórhjól.

Átt þú sumarbústað?

Hvað er sumarbústaðurinn stór?

Sumarbústaðurinn er um fermetrar.

Átt þú aðrar fasteignir?

Hversu margar fasteignir ert þú með

Ég á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, hesthús og húsnæði í smíðum.

Átt þú dýr?

Hversu mörg dýr ert þú með?

Ég er með hund, kött, fugl og hest.