Rafræn auðkenning í gegnum netspjall

TM hefur opnað fyrir öruggt og auðkennanlegt netspjall, fyrst íslenskra tryggingafélaga. Rafræn auðkenning í netspjallinu er það sama og framvísa skilríkjum í útibúi.

Með því spörum við þér sporin og getum um leið miðlað til þín öllum upplýsingum um viðskipti þín við TM, hvort sem það eru iðgjöld, staða á tjónum eða almenn ráðgjöf og þjónusta.


Netspjallið er opið alla virka daga frá kl. 9-16 og á föstudögum frá kl. 9-15.


Það er einfalt ferli að skrá sig með rafrænum skilríkjum á netspjallið


Sjáðu strax hvað tryggingarnar kosta

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman tryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.