Neyðarþjónusta og viðbrögð við tjóni

Neyðarvakt TM er opin utan skrifstofutíma í síma 800 6700

Ökutækjatjón

Ef þú hefur lent í árekstri skal hringja í 112 eða fylla út tjónstilkynningu á staðnum. Hafið síðan samband við TM í síma 515-2000 á opnunartíma skrifstofu, en hún er opin alla virka daga milli 9:00 og 16:00. Við bendum jafnframt  á að hægt er að tilkynna tjón hér á vefnum.

Einnig er hægt að hafa samband við Aðstoð og öryggi í síma 578-9090 vegna aðstoðar við útfyllingu tjónstilkynningar.   Þessi  þjónusta er veitt frá kl. 07:45 – 18:30 á virkum dögum.

Sé um tjón vegna lögbrots að ræða, t.d. innbrot eða skemmdarverk, skal samstundis kalla til lögreglu.

Hér má svo finna verkstæði sem taka að sér viðgerðir á ökutækjum vegna tjóna.

Eignatjón

Ef um neyðartilvik vegna eignatjóns er að ræða skal hringja á neyðarvakt TM í síma 800 6700.

Sé um tjón vegna lögbrots að ræða, t.d. innbrot, skal samstundis kalla til lögreglu.

Ferðatjón

Í neyðartilvikum vegna slysa eða sjúkdóma sem koma upp erlendis skal hafa samband við neyðarþjónustu SOS International í Danmörku í síma 45 70 10 50 50. Sé ekki um neyðartilvik að ræða skal hafa samband við TM í síma 515-2000 á  opnunartíma skrifstofu, en hún er opin alla virka daga milli 9:00 og 16:00.

Sé um tjón vegna lögbrots að ræða, t.d. innbrot, þjófnað eða rán, skal samstundis kalla til lögreglu.

Ágreiningsmál

Hvað skal gera ef ágreiningur rís?