Rafhjólatrygging
Nýir tímar í samgöngum kalla á nýjar tegundir trygginga. Tryggðu rafhjólið þitt á einfaldan hátt hjá TM.
Rafhjólatrygging TM er sérsniðin trygging fyrir rafmagnsreiðhjól, rafmagnshlaupahjól, rafmagnsvespur og rafdrifna hjólastóla. Hún samanstendur af þremur mögulegum liðum: munatryggingu, slysatryggingu og ábyrgðartryggingu. Þú setur trygginguna saman eins og þér hentar með aðstoð rafræns ráðgjafa og getur séð strax hvað þín trygging kostar. Að því loknu klárar þú ferlið í gegnum TM appið með því að taka myndir af hjólinu. Þetta er einfalt og tekur örfáar mínútur.