Torfærutækja­trygging

Hvort sem er í leik eða starfi lætur góð trygging á torfærutækjum öllum líða betur. Það á sérstaklega við þessa tryggingu hjá TM því hægt er að hafa slysatryggingu innifalda.

Hjá TM býðst þér ökutækjatrygging fyrir torfærutæki á borð við fjórhjól, vélsleða og torfæruhjól sem ekki eiga heima í almennri umferð. Um er að ræða ábyrgðartryggingu sem tryggir þig fyrir tjóni gagnvart þriðja aðila og valkvæða slysatryggingu sem tryggir ökumann torfærutækisins og þig sem eiganda ef þú ert farþegi. Slysatryggingin hentar eigendum torfærutækja sem vilja tryggja alla ökumenn sem stjórna tækjunum sama hvort það á við um vinahópinn eða í þeim tilfellum þar sem torfærutækið er notað sem atvinnutæki. Undantekning frá þessu er í tilviki torfæruhjóla þar sem tryggingin nær aðeins til þín og maka þíns. Tryggingin er í boði fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og má þrepaskipta henni eftir alvarleika tjóna og stýrast iðgjöld af því hve mikla vernd þú kýst.


Algengar spurningar

Viltu hafa samband?

Netspjall

Opið núna

Netspjallið hentar vel ef þú vilt aðstoð við að ná utan um málin.

Viltu lesa meira?