Öryggisvörur á sérkjörum

Barnabílstólar frá Fífu

BarnabílstóllEkkert ver barn í bíl eins vel og góður barnabílstóll. Samkvæmt umferðarlögum eiga foreldrar að sjá til þess að börn í bílum sitji alltaf í barnabílstól eða á bílpúða með öryggisbelti spennt.

20% afsláttur af barnabílstólum

Tryggingamiðstöðin hf. og Fífa í Reykjavík og barnavöruverslunin Litli Gleðigjafinn á Akureyri bjóða 20% afslátt af öllum barnabílstólum og „base-um“ og 15% afslátt af clippsafe öryggisvörum.

Til þess að nýta sér þennan afslátt þarf eingöngu að framvísa kennitölu tryggingahafa við kaup í verslun Fífu í Faxafeni 8 í Reykjavík eða Litla Gleðigjafanum, Sunnuhlíð 12 á Akureyri.

Skoðaðu barnabílstóla í boði á vefsíðu Fífu (ath. verð eru án afsláttar)


Eldvarnarvörur frá Eldvarnamiðstöðinni

Eldvarnabúnaður frá EldvarnamiðstöðinniFyrirtækið Ólafur Gíslason & Co. hf. / Eldvarnamiðstöðin hefur þjónað slökkviliðunum í landinu um áratugaskeið og býður mikð úrval af öryggisvörum fyrir heimilið. 

20% afsláttur af völdum öryggisvörum

Viðskiptavinum Tryggingamiðstöðvarinnar býðst 20% afsláttur af völdum öryggisvörum eins og reyk-, hita, vatns, gas eða kolsýrlingsskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnarteppum, sjúkratöskum eða forvarnarpökkum hjá Eldvarnamiðstöðinni.

Til þess að nýta sér þennan afslátt þarf eingöngu að framvísa kennitölu tryggingahafa við kaup í verslun Eldvarnamiðstöðvarinnar í Sundaborg 7.

Öryggisbúnaður með TM afslætti á vefsíðu Eldvarnamiðstöðvarinnar