Rafhjóla­trygging TM

Nýir tímar í samgöngum

Rafhjólatrygging TM er sérsniðin trygging fyrir rafknúin farartæki á borð við rafhjól og rafmagnsvespur.

Það er einfalt að tryggja rafhjólið. Þú sérð verðið strax og klárar málið hér á síðunni.

Fá verð í rafhjóla­tryggingu

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman rafhjólatryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

SJÁÐU ÞITT VERÐ

 


Hvað er rafhjól?

Rafhjól er samheiti yfir rafmagnsvespur, reiðhjól með rafmagnsmótor, rafmagnshlaupahjól og rafmagnsdrifna hjólastóla.

Af hverju Rafhjólatrygging TM?

Rafhjól njóta vaxandi vinsælda um allan heim og TM vill bjóða eigendum slíkra tækja á Íslandi góða tryggingu sem tekur til rafhjólsins sjálfs, slysa sem verða við notkun rafhjólsins og tjóns sem aðrir kunna að verða fyrir vegna notkunar hjólsins, t.d. við árekstur.

Er rafhjólið mitt ekki tryggt með Heimatryggingu TM?

Venjuleg heimilisreiðhjól falla undir Heimatryggingu TM, upp að vissu fjárhæðarmarki. Hins vegar eru rafhjól oftast talsvert dýrari en það hámark sem heimatryggingin bætir. Þá eru ákveðnir flokkar rafmagnshjóla, t.d. reiðhjól með hjálparmótor yfir 250W og rafmagnsvespur, skráningarskyld ökutæki samkvæmt umferðarlögum og þess vegna falla þau utan Heimatryggingar TM.

Með rafhjólatryggingu getur þú verið viss um að rafhjólið sé tryggt, óháð verði og gerð.

Hvernig virkar Rafhjólatrygging TM?

Tryggingin bætir

  • Rafhjólatrygging TM tryggir rafhjólið þitt fyrir tjóni sem getur orðið á rafhjólinu við notkun, sem og þjófnaði.
  • Rafhjólatrygging TM tryggir þig, maka og börn á heimilinu, 13 ára og eldri, fyrir slysum sem verða við rafhjólreiðar.
  • Rafhjólatrygging TM tryggir þig, maka og börn á heimilinu, 13 ára og eldri, fyrir skaðabótaskyldu tjóni sem þið valdið öðrum við rafhjólreiðar.

Tryggingin bætir ekki

  • Skemmdir vegna eðlilegrar notkunar, ófullnægjandi viðhalds, slits eða galla.
  • Þjófnað á rafhjóli sem er skilið eftir ólæst á almannafæri.
  • Tjón sem rakin eru til þess að átt hefur verið við hraðatakmarkanir rafhjólsins.

Hvernig kaupi ég Rafhjólatryggingu TM?

Þú kaupir Rafhjólatryggingu TM með aðstoð rafræns ráðgjafa og klárar svo ferlið í gegnum TM appið með því að taka myndir af hjólinu. Einfalt ferli sem tekur örfáar mínútur eins og sjá má í þessu myndbandi:

Skoðun á rafhjóli í TM appinu

 


Skilmálar