Sjávarútvegur
TM er leiðandi í vátryggingaþjónustu fyrir íslenskan sjávarútveg. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1956 hefur fyrirtækið sérhæft sig í lausnum sem tryggja hagsmuni atvinnugreinarinnar jafnt á sjó sem landi. Hjá félaginu starfar sérstakt sjávarútvegsteymi sem hefur yfirburðaþekkingu á sjávarútvegi og sérstökum þörfum hans á sviði vátrygginga.
Sjávarútvegstryggingar TM
TM hefur mikið framboð af vátryggingum sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins fyrirtækis.
Dæmi um vátryggingar sem í boði eru:
- Skipatryggingar sem bæta tjón af völdum skipsskaða og óhappa
- Slysatryggingar á sjómönnum og starfsfólki í landvinnslu
- Eignatryggingar vegna eignatjóns og rekstrarstöðvunar
- Ábyrgðartryggingar sem bæta tjón þriðja aðila
- Skaðsemisábyrgð vegna tjóns af völdum hættulegra eiginleika afurða
- Farmtryggingar fyrir hráefni og afurðir í flutningi hvar sem er í heiminum
- Greiðslufallstryggingar sem bæta tjón vegna tapaðra viðskiptakrafna
- Fiskeldistryggingar sem bæta tjón á eldisfiski vegna sjúkdóma og skyndilegra óhappa
Lausn TM fyrir fyrirtæki í landvinnslu
- Brunatrygging lausafjár
- Rekstrarstöðvunartrygging
- Slysatrygging launþega
- Ábyrgðartrygging vegna atvinnureksturs
- Vélatrygging
- Rekstrarstöðvunartrygging v/vélarbilunar
- Slysa- og sjúkratrygging
- Kæli- og frystivörutrygging
Ef starfsemin er í leiguhúsnæði falla út brunatrygging húseignar og húseigendatrygging.
Lausn fyrir fyrirtæki í útgerð
- Húftrygging skipa / smábáta
- Áhafnartrygging
- Hagsmunatrygging
- Afla- og veiðarfæratrygging
- Birgðatrygging á frystum afla