Sjúkdóma­trygging

Sjúkdómatrygging hjá TM auðveldar fjármál fjölskyldu þinnar ef heilsubrestur setur strik í reikninginn.

Ef sá sem er með sjúkdómatryggingu greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarf að gangast undir aðgerð greiðir TM út bætur. Þær eru í formi eingreiðslu og eru skattfrjálsar. 


Í sjúkdómatryggingu er innifalin vernd fyrir börn frá þriggja mánaða til 18 ára aldurs og nemur hún helmingi af tryggingarfjárhæð foreldra.


Tryggingin gildir til þar til þú verður 70 ára og getur TM ekki sagt henni upp. Fjárhæð sjúkdómatryggingar tekur mið af tekjum, skuldum, fjölskylduhögum og stærð fjölskyldu þinnar. Þú getur fengið aðstoð hjá rafrænum ráðgjafa og gengið frá tryggingunni þegar þér hentar.

Hvað er innifalið

Algengar spurningar

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.