Skyldutrygging ökutækis

Skyldutryggingu verður hver skráningarskyldur bíll að hafa samkvæmt lögum og samanstendur sú trygging af ábyrgðar- og slysatryggingu ökumanns og eigenda. Skyldutryggingin bætir allt það tjón sem verður af völdum ökutækisins. Þá bætir hún einnig það slys sem ökumaður verður fyrir við stjórn bílsins eða sem farþegi í eigin bíl.

Ábyrgðartrygging  bætir bæði það eigna og munatjón sem ökutækið kann að valda komi til umferðaróhapps.  Slysatrygging ökumanns og eiganda gildir fyrir ökumann og eiganda ef hann er farþegi í eigin ökutæki.

Sjáðu strax hvað bílatryggingin kostar

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman bílatryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

Tryggingin bætir

  • Allt tjón sem stafað getur af notkun ökutækisins er bætt, hvort sem þú keyrir á annan bíl eða mannvirki eða óvart skellir hurð bílsins í annan bíl.
  • Allir sem verða fyrir slysi af völdum ökutækisins fá bætur samkvæmt skaðabótalögum, sama hvort ökumaður bílsins er í rétti eða órétti.
  • Bíllinn þinn er tryggður þó að annar en eigandi bílsins keyri. Ökumaðurinn verður þó að keyra með vitund eiganda bílsins og hafa gilt ökuskírteini.
  • Farangur annarra en eiganda og ökumanns er bættur verði hann fyrir tjóni. Þú ert tryggður jafnvel þó að þú keyrir á aðra bifreið í þinni eigu.
  • Þú ert tryggður í akstri erlendis, innan EES og Sviss. Nauðsynlegt er þó að eigendur sæki grænt kort (alþjóðlegt vátryggingarkort) til tryggingafélagsins áður en haldið er af stað.

Tryggingin bætir ekki

  • Skemmdir á eigin bíl, munum eða húsnæði eru ekki bættar.
  • Eigin verðmæti ökumanns í bílnum eru ekki bætt.
  • Ef um vítavert gáleysi eða ásetning er að ræða á TM endurkröfurétt á eiganda.
  • Ef ökumaður telst vera óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar á TM endurkröfurétt á eiganda.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Iðgjaldaskrá

Iðgjald tekur mið af tegund ökutækis, notkun þess og búsetu vátryggingartaka samkvæmt iðgjaldatöflu og tjónareynslu.

Kynntu þér iðgjaldaskrána, sérstaklega ákvæðið um iðgjaldsálag, viðbótariðgjald og sériðgjaldsákvarðanir.

 

Skilmálar ökutækjatryggingar í gildi til 1. janúar 2020

Skilmálar ökutækjatryggingar í gildi frá 1. janúar 2020