Stakar innbústryggingar

Huga þarf að sértryggingum ef  heildarverðmæti muna fer yfir 8-10% af heildar vátryggingarfjárhæð innbús. Einnig þarf að huga að því hvort eignir fari yfir þær hámarksbætur sem eru í heimatryggingu ef hún er til staðar.

Brunatrygging lausafjár

Trygging þessi hentar á ýmislegt innbú sem þarf að tryggja sérstaklega eða ef tryggja þarf innbú í húsnæði þar sem viðkomandi býr ekki að staðaldri og Heimatrygging TM hentar ekki.

Brunatrygging lausafjár er að bæta vátryggða muni gagnavart bruna og náttúruhamförum en einnig er hægt að kaupa viðbót þar sem bætt eru tjón vegna vatns, innbrota og/eða foktjóna.

Dæmi um það sem vátryggt er í brunatryggingu lausafjár: Almennt innbú, innbú í geymslu, innbú í hesthúsi, málverk/listaverk, skartgripir, hljóðfæri  skjólpallur og/eða skjólgirðing, heitur pottur, hjólhýsi, tjaldvagn, rafknúin ökutæki ofl.

Náttúruhamfarir

Hluti af iðgjaldi brunatryggingar lausafjár rennur til Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) , en NTÍ bætir allt beint tjón af völdum náttúruhamfara, svo sem eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Skilmálar

 

Skaðatrygging lausafjár

Skaðatrygging lausafjár er mjög víðtæk trygging og svipar til innbúskaskó sem hægt er að bæta við Heimatryggingu TM.  

Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum og er algengt að viðskiptavinir tryggi ljósmynda- og annan tæknibúnað, hljóðfæri, skartgripi og verkfæri í þessari tryggingu ásamt fleiri munum. Tryggingin bætir hvers konar tjón eða skemmdir á hinu vátryggða af völdum bruna, þjófnaðar, vatnstjóns, flutningsslyss eða skyndilegs óhapps svo og ef hið vátryggða fer alveg forgörðum. 

Til að trygging geti tekið gildi þarf að hafa serialnúmer eða önnur framleiðslunúmer af munum sem skal tryggja ásamt mynd og í sumum tilvikum þarf að fá mat frá fagaðilum og/eða koma með muni til sýnis á skrifstofu TM eða umboð.

Skilmálar