• Sumarhús

Er hugurinn alltaf uppi í bústað?

Ef þú átt sumarbústað er mjög líklegt að hugurinn þinn sé oftar þar en þú. Sumarhúsið er fyrir mörgum athvarf og griðarstaður, þar viltu geta slakað á og notið lífsins. Til þess að auka möguleikana á því þá er mikilvægt að huga að tryggingum fyrir sumarhúsið því oft eru í sumarhúsinu sjálfu og innbúi þess falin mikil verðmæti. 

Þar sem ekki er búið í sumarhúsum allt árið, geta tjón orðið veruleg ef það uppgötvast ekki fyrr en eftir langan tíma og því er nauðsynlegt að huga vel að öryggismálum, áður en húsið er yfirgefið og tryggingarvernd svo hægt sé að byggja upp og bæta tjón sem verða.

Sumarhúsið

Sumarhúsatrygging

Sumarhúsatrygging TM bætir tjón á sumarhúsinu sjálfu og innbúi þess. 

Brunatrygging sumarhússins

Brunatrygging er lögbundin trygging sem bætir tjón á sumarhúsinu sjálfu vegna eldsvoða.