Sumarhúsa­trygging

Í Sumarhúsatryggingu er hægt að tryggja bæði sumarhúsið sjálft og innbú þess. Við mælum með því að innifaldar séu bæði tryggingar fyrir innbúið og sumarhúsið sjálft en tryggingataki hefur valið. Með því að hafa innifalda tryggingu fyrir innbúið myndast sjálfkrafa vernd á innbúið hjá Viðlagatryggingu Íslands vegna náttúruhamfara. 

Vátryggingarfjárhæð sumarhússins miðast ávallt við brunabótamat sem unnið er af Þjóðskrá Íslands en tryggingataki velur sjálfur það innbúsverðmæti sem hentar.


Hvað er innifalið í Sumarhúsatryggingu?

Sumarbústaðurinn, innbúið, pallurinn og heiti potturinn eru í öruggum höndum með sumarhúsatryggingu hjá TM. Tryggðu þér áhyggjulausa frídaga í bústaðnum og vertu viss um að allt sé í góðu með griðastaðinn þegar hann er ekki í notkun.

Sumarhúsatrygginguna getur þú sett saman á ótal vegu og þannig sniðið trygginguna að þér og þínu sumarhúsi. Þú getur séð þitt verð og gengið frá tryggingunni með hjálp rafræns ráðgjafa hvar og hvenær sem þér hentar.

Sumarhúsatrygging TM

  Sumarhúsið Innbúið
 Vatnstjónstrygging  Innifalið Innifalið
 Innbrots- og  skemmdarverkatrygging  Innifalið Innifalið
 Fok- og óveðurstrygging  Innifalið Innifalið
 Brots- hruns- og sigtrygging  Innifalið Innifalið 
 Skýfalls- og asahlákutrygging  Innifalið Innifalið 
 Snjóþungatrygging  Innifalið Innifalið
 Sótfallstrygging  Innifalið Innifalið
 Glertrygging  Innifalið Ekki innifalið
 Hreinlætistækjatrygging  Innifalið Ekki innifalið
 Frostsprungutrygging  Innifalið Ekki innifalið
 Brunatrygging innbús  Ekki innifalið  Innifalið
 Skammhlaupstrygging  Ekki innifalið  Innifalið
 Þjófnaðar- og ránstrygging vegna innbús  Ekki innifalið  Innifalið
 Innbúskaskó  Ekki innifalið  Val
 Smáhýsi/sólpallur o.fl.  Val  Ekki innifalið
 Heitur pottur  Val  Ekki innifalið
 Viðbótarbrunatrygging húseignar  Val  Ekki innifaliðGrunnvernd

Ábyrgð húseiganda

Vátryggt er gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur samkvæmt íslenskum lögum á vátryggðan sem eiganda húseignar.

Meira

Brunatrygging innbús

Tryggingin bætir tjón á innbúi vegna bruna, eldsvoða, eldingar eða sprengingar, svo og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum. Undanskilin eru tjón vegna sviðnunar eða bráðnunar sem ekki verða talin eldsvoði ásamt tjóni frá glóð vegna tóbaksreykinga og eldstæða. Brunatrygging fyrir sumarhúsið sjálft er gefin út sér og er lögboðin trygging.

Vatnstjónstrygging

Að lenda í vatnstjóni getur haft í för með sér kostnað sem hleypur á milljónum króna og því er hún mjög mikilvæg trygging fyrir fasteignina þína. 

Meira

Innbrots- og skemmdarverkatrygging

Tryggingin bætir tjón sumarhúsi og á innbúi þess vegna innbrots eða tilraunar til innbrots í læst sumarhús. Það er skilyrði að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn. 

Fok og óveður

Fasteignatrygging bætir skemmdir á húseign sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu. Undanskilið er tjón af völdum sandfoks.

Glertrygging

Glertrygging bætir brot á venjulegu rúðugleri og miðast bætur við venjulegt, slétt rúðugler. 

Meira

Þjófnaðar- og ránstrygging - innbú

Tryggingin tekur til þjófnaðar úr ólæstu sumarhúsi ásamt töku vátryggðra muna með líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað. Vátrygging bætir þó ekki tjón vegna þjófnaðar úr mannlausu sumarhúsi eða sumarhúsi sem vátryggður leigir öðrum.

Brots-, hruns- og sigtrygging

Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns á sumarhúsinu ef innanhúsloftklæðning, naglföst innrétting eða hlutar þeirra falla niður vegna skyndilegrar bilunar. Einnig eru bættar skemmdir sem verða á innbúi af völdum þess að munir úr innbúi detta niður og brotna án utanaðkomandi áhrifa ásamt tjóni af völdum sigs. Tryggingin bætir ekki skemmdir sem verða þegar verið er að færa hluti til né skemmdir sem valdið er með því að toga í þá, fella eða henda þeim niður.

Skýfall og asahláka

Tryggingin bætir tjón á húseign ef yfirborðsvatn flæðir inn af völdum skyndilegrar úrhellisrigningar eða snjóbráðar og vatnsmagn verður það mikið að jarðvegsniðurföll leiða ekki frá.  Meira

Skammhlaupstrygging - innbú

Tryggingin bætir skemmdir á rafmagnstækjum vegna skammhlaups í þeim. Tryggingin bætir ekki tjón á tækjum sem eru eldri en 10 ára eða tjón sem ábyrgðarskírteini nær til.

Umferðaróhapp - innbú

Tryggingin bætir skemmdir á innbúi sumarhúss sem er í ökutæki er lendir í umferðaróhappi og fást ekki bættar úr öðrum tryggingum. Tryggingin bætir þó ekki þegar flutt er gegn gjaldi eða þegar um búferlaflutninga er að ræða.

Hreinlætistæki

Tryggingin greiðir brot á fasttengdum heimilistækjum, svo sem vöskum og baðkerum, sem rekja má til óvæntra og skyndilegra atburða. Undanskilinn er kostnaður við aftengingu, uppbrot og uppsetningu.

Frostsprungur

Tryggingin bætir tjón sem verður ef hitakerfi húss bilar skyndilega með þeim afleiðingum að innanhús vatnsleiðslukerfi springur í frosti.

Snjóþungi

Tryggingin greiðir tjón á fasteign sem er afleiðing skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur þak eða veggi hennar. Þó bætir tryggingin ekki tjón af völdum snjóflóða, né tjóns sem rekja má til byggingargalla.

Viðbótarvernd

Innbúskaskó sumarhús

Innbúskaskó er hægt að kaupa sem viðbót við sumarhúsatryggingu TM. Tryggingin bætir tjón á lausafjármunum úr innbúi sumarhússins sem ekki fæst bætt úr öðrum tryggingaliðum sumarhúsatryggingar.

Meira

Viðbygging / sólpallur

Tryggingin bætir tjón af völdum bruna, óveðurs, þjófnaðar og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar bótaskylds tjóns. Einnig tekur vátryggingin til vatnstjóna á viðbyggingu. Meira

Heitur pottur

Tryggingin tekur til tjóns af völdum bruna, óveðurs, þjófnaðar og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar þjófnaðar ásamt frostsprungum í lagnakerfi heita pottsins.

Meira

Skilmálar Sumarhúsatryggingar TM