Bruna­trygging húseigna

Brunatrygging er lögbundin trygging sem bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða. Vátryggingarfjárhæð er í samræmi við brunabótamat hússins sem unnið er af Þjóðskrá Íslands.

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna eldsvoða, eldinga, sótfalls eða sprenginga, svo sem gassprenginga við eldunartæki.
  • Tjón á öllum innréttingum svo sem eldhús- og baðinnréttingum.
  • Tjón á gólfefnum.
  • Tjón á skjólveggjum og pöllum.
  • Tjón á eldavélum.
  • Kostnað við það að hreinsa og ryðja burt brunarústum.
  • Kostnað tengdan björgunar- og slökkvistarfi.

Tryggingin bætir ekki

  • Óbeint tjón, svo sem rekstrartap eða tap húsaleigutekna.
  • Tjón af eldi sem ekki er talinn eldsvoði, svo sem tjón á munum sem verða fyrir eldi eða hita við suðu, upphitun eða reykingu.
  • Tjón sem vátryggingartaki og fjölskylda hans valda af gáleysi eða undir áhrifum áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Við hjá TM viljum benda fólki á að þar sem lögbundin brunatrygging greiðir aðeins bætur í samræmi við mat Þjóðskrá Íslands getur verið nauðsynlegt að endurmeta brunabótamat eignarinnar ef endurbætur eða viðbyggingar hafa átt sér stað. Til að mynda er algengt að sólpallar séu ekki innifaldir í brunabótamatinu þar sem matið hefur oft átt sér stað fyrir byggingartíma þeirra.

Viðbótarbrunatrygging

Það getur komið fyrir að húsnæði sé verðmætara heldur en brunabótamat þess segir til um. Því getur verið nauðsynlegt að bæta við viðbótartryggingu sem brúar bilið milli brunabótamats og raunverulegs kostnaðar við endurbyggingu í kjölfar bruna. Bætur greiðast aðeins ef tjón fer fram úr brunabótamati.

Náttúruhamfarir

Hluti af iðgjaldi brunatryggingar rennur til Viðlagatryggingar Íslands, en viðlagatrygging bætir allt beint tjón af völdum náttúruhamfara, svo sem eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Skilmálar


Vissirðu að núna getur þú keypt tryggingar á vefnum?

Ef þig vantar brunatryggingu þá aðstoðar Vádís þig við að setja saman tryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunum og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.Kaupa brunatryggingu