Aðstoð við útfyllingu á tjóna­skýrslum vegna umferðar­óhappa

Það er yfirlýst markmið TM að veita skjóta og réttláta þjónustu við úrlausn tjónamála. Í því skyni hefur TM nú samið við fyrirtækið Aðstoð & Öryggi ehf. (A&Ö) um aðstoð við útfyllingu á tjónaskýrslum vegna umferðaróhappa.

Þjónustan stendur til boða hvort sem viðskiptavinur TM er valdur að tjóni eða ekki. Mikilvægt er að hafa í huga að kalla verður til lögreglu ef slys verða á fólki. Fyrst í stað verður þjónustan aðeins veitt á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustusíminn er 578 9090 og eitt símtal tryggir skjótan aðgang að þjónustu A&Ö. Fulltrúi fyrirtækisins kemur á vettvang og gerir nauðsynlegar vettvangsmælingar, hjálpar til við gerð tjónaskýrslunnar og sendir hana til TM á rafrænu formi innan sólarhrings frá því að aðstoðin er veitt.

Þjónustan er viðskiptavinum TM gjaldfrjáls og er veitt á virkum dögum milli 07:45 og 18:30.

Aðstoð & Öryggi ehf. er sjálfstætt og hlutlaust þjónustufyrirtæki er annast vettvangsrannsóknir umferðaróhappa. Starfsmenn fyrirtækisins eru fyrrverandi lögreglumenn með mikla reynslu af því að koma að árekstrum og slysum. Þjónustan tryggir réttláta og fljótvirka afgreiðslu tjóna.