Greiðslu­kjör

Þú færð aðstoð hjá ráðgjöfum TM við að finna þá greiðsluleið sem hentar þér best. 

Greiðslukjör

Í TM appinu getur þú ráðstafað hvernig greiðslum þínum til TM er háttað og valið þá leið sem hentar þér best. Þú getur staðgreitt eða dreift iðgjöldunum yfir þann fjölda mánaða sem þægilegastur er fyrir þig. TM býður upp á 1–12 mánaða dreifingu. Í appinu getur þú sett upp boðgreiðslusamning á kredit- eða debetkort. Einnig geturðu breytt samningnum eða kortanúmerinu sem þú notar til að greiða fyrir tryggingarnar þínar. Skuldfærslur af bankareikningi getur þú skráð í heimabankanum þínum. Gerir þú engan greiðslusamning færðu sendan greiðsluseðil í heimabanka. Hjá TM eru 7% vextir á greiðsludreifingu.

Pappírslaus viðskipti

Við hjá TM höfum lagt mikla áherslu á að draga úr kolefnisfótspori okkar og því alfarið hætt að senda skjöl á pappír til viðskiptavina og samstarfsaðila okkar, nema eftir því sé sérstaklega óskað. Þess í stað sendum við tölvupósta og birtum upplýsingar á Mínum síðum á tm.is. Þannig getum við veitt enn skjótari og betri þjónustu. Dæmi um kostnað á ári miðað við 12 mánaða greiðsludreifingu eru eftirfarandi:

Pappírslaus viðskipti

  • Boðgreiðslur af kreditkorti: 0 kr.
  • Beingreiðslur af bankareikningi: 1.140 kr.
  • Greiðsluseðlar: 1.140 kr.

Viðskipti með pappír

  • Boðgreiðslur af kreditkorti: 1.140 kr.
  • Beingreiðslur af bankareikningi: 1.800 kr.
  • Greiðsluseðlar: 7.080 kr.

Skuldabréf

Skuldabréf getur þú greitt með því að stofna beingreiðslur í heimabankanum þínum eða fengið greiðsluseðla senda í heimabanka. Ekki er hægt að greiða skuldabréf með kreditkorti.


Innheimta

Verði greiðslufall á greiðslutilkynningum eða -seðlum, hvort heldur sem er fyrir iðgjöldum, lánum eða gjalddögum samkvæmt samningum eða öðrum kröfum TM eftir atvikum, leiðir það til innheimtuaðgerða með tilheyrandi kostnaði. Auk þess geta tryggingar fallið niður í kjölfar vangreiðslu og þar með iðgjöld viðkomandi trygginga talist gjaldfallin og verði þá gjaldkræf að fullu og lán gjaldfelld að fullu. Innheimtan er í fjórum stigum:

  • Fruminnheimta með útsendingu greiðslutilkynninga, kostnaður 95–590 krónur fyrir hverja tilkynningu, mismunandi eftir eðli og gerð greiðslusamninga.
  • Innheimtuviðvörun að liðnum fimm dögum frá eindaga, kostnaður 950 krónur að viðbættum vsk. fyrir hverja viðvörun.
  • Milliinnheimta á vegum innheimtufyrirtækisins Inkasso/Momentum, kostnaður á hverjum tíma skv. opinberri gjaldskrá fyrir milliinnheimtu á grundvelli innheimtulaga.
  • Lögfræðiinnheimta á vegum lögfræðistofunnar Gjaldheimtan, kostnaður á hverjum tíma skv. gjaldskrá stofunnar.

TM tekur ekki á móti reiðufé. Bankareikningur TM trygginga hf. er 0133-26-49 og kennitala 6602693399. Ef eitthvað er óskýrt eða ef þig skortir svör við einhverjum spurningum varðandi greiðslukjör bendum við á netspjallið og ráðgjafa TM í síma 515 2000.