Fasteign
Vatnstjón
Fasteignatrygging
Skemmdir á fasteign af völdum vatns sem á upptök sín innan veggja hússins og stafar eingöngu af skyndilegum og óvæntum leka úr vatnsleiðslum, hitakerfi eða frárennslislögnum þess eða tækjum tengdum þeim.
Glertjón
Fasteignatrygging
Ef gler brotnar í fasteign. Hér er átt við hefðbundið gler í glugga eða dyrabúnaði fasteignarinnar.
Fok-óveður
Fasteignatrygging
Skemmdir á fasteign vegna ofsaveðurs, hafi vindhraði farið yfir 28,5 metra á sekúndu.
Skýfall eða asahláka
Fasteignatrygging
Skemmdir á fasteign ef jarðvegsvatn flæðir inn í hana, hafi það orðið í kjölfar skyndilegrar úrhellisrigningar (skýfalls) eða snjóbráðar (asahláku). Með skyndilegri úrhellisrigningu og snjóbráð er átt við að vatnsmagn verði skyndilega svo mikið að jarðvegsniðurföll leiða það ekki frá.
Frostsprungur
Fasteignatrygging
Frostskemmdir á vatnskerfi fasteignar vegna bilunar í hitakerfi hússins.
Brot og hrun
Fasteignatrygging
Loftklæðning, naglfastar innréttingar eða hlutar þeirra falla niður án utanaðkomandi atvika. Eigin áhætta er skv. skírteini.
Hreinlætistækjatjón
Fasteignatrygging
Hreinlætistæki fasteignar brotna vegna skyndilegs og óvænts atburðar. Eigin áhætta er skv. skírteini.
Ábyrgðartjón
Fasteignatrygging
Skaðabótaskylda myndast á eiganda fasteignar, vegna tjóns þriðja aðila.
Brottflutnings- og húsaleigutrygging
Fasteignatrygging
Vátryggður verður fyrir tekjutapi á útleigðu húsnæði vegna bótaskylds tjónsatburðar. Einnig á vátryggður rétt á bótum vegna aukakostnaðar við að fara í annað húsnæði í kjölfar tjóns.
Sótfallstrygging
Fasteignatrygging
Skemmdir á fasteign vegna skyndilegs sótfalls, í kynditækjum eða í eldstæðum, sem ætluð eru til upphitunar húsnæðis.