Innbú og munir

Innbúskaskó

Heimatrygging

Ef tjón verður á almennu innbúi og persónulegum lausafjármunum, eins og t.d. gleraugum, símum og tölvum, með skyndilegum, ófyrirsjáanlegum og utanaðkomandi hætti. Eigin áhætta er breytileg eftir flokki en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.
Við bendum á að nú er enn auðveldara og fljótlegra að tilkynna innbúskaskótjón og fá það bætt með TM appinu.

Bruni

Heimatrygging

Ef innbú verður fyrir skemmdum vegna bruna. Forsenda fyrir bótaskyldu er að um opinn eld sé að ræða. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Vatnstjón

Heimatrygging

Ef innbú verður fyrir skemmdum af völdum vatns sem kemur óvænt og skyndilega úr lögnum fasteignarinnar eða tækjum tengdum þeim. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Innbrot

Heimatrygging

Ef innbrot er framið og hlutum í eigu vátryggingataka er stolið. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Þjófnaður

Heimatrygging

Ef eigum nemanda í grunnskóla er stolið. Einnig ef um þjófnað er að ræða á læstum reiðhjólum, barnavögnum eða barnakerrum. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Kæli- og frystivörur

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á matvælum í kæliskápum eða frystikistum ef að rafstraumur rofnar óvænt og skyndilega. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Ofhitun á þvotti

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á þvotti vegna ofhitunar og stafar af bilun í þvottavél eða þurrkaranum. Eigin áhætta er breytileg eftir flokki en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Brot og hrun

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á munum vátryggðs til dæmis málverkum og fleiru, falli þeir niður skyndilega án utanaðkomandi áhrifa. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Rán

Heimatrygging

Ef vátryggðum er ógnað á þann hátt að við ofbeldi megi búast og hann neyddur til að láta verðmæti af hendi. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Óveður

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á innbúi vegna þess að þak eða vegghlutar hafa rofnað vegna veðurs enda hafi vindhraði farið yfir 30 metra á sekúndu. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Skýfall/asahláka

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á innbúi ef jarðvegsvatn flæðir inn, enda hafi það orðið að völdum skyndilegrar úrhellisrigningar (skýfalls) eða snjóbráðar (asahláku). Með skyndilegri úrhellisrigningu og snjóbráð er átt við að jarðvegsvatn verði skyndilega svo mikið að jarðvegsniðurföll leiða það ekki frá. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Skammhlaup

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á raftækjum vátryggingataka vegna skammhlaups í þeim. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Umferðaróhapp

Heimatrygging

Ef skemmdir verða á innbúi í eigu vátryggingataka sem eru í ökutæki sem lendir í umferðaróhappi. Eigin áhætta er breytileg en yfirleitt á bilinu 18 - 34 þúsund.

Ábyrgðartjón

Heimatrygging

Ef vátryggður veldur þriðja aðila tjóni með vanrækslu eða mistökum.

Málskostnaður

Heimatrygging

Málskostnaðartrygging greiðir kostnað vegna ágreinings í einkamálum, sem lýkur með dómi eða dómsátt. Skylt er að leita sér lögmannsaðstoðar og ber lögmanni að tilkynna félaginu um málið áður en aðhafst er í því. Þegar fullnægjandi upplýsingar hafa borist um málið tekur félagið afstöðu til bótaskyldu.

Hjólreiðatrygging - Tjón

Hjólreiðatrygging

Ef hjól er tryggt með Hjólreiðatryggingu TM er hér hægt að tilkynna tjón á því sérstaklega. Þeir sem ekki eru með Hjólreiðatryggingu TM geta tilkynnt tjón eða stuld á hjólum sem hluta af innbúi hér ofar.

Rafhjólatrygging - Tjón

Rafhjólatrygging

Ef rafhjól er tryggt með Rafhjólatryggingu TM er hér hægt að tilkynna tjón á því sérstaklega. Þeir sem ekki eru með Rafhjólatryggingu TM geta tilkynnt tjón eða stuld á rafhjólum sem hluta af innbúi hér ofar.