Toyota og Lexus tryggingar

Toyota- og Lexustryggingar eru hefðbundnar ökutækjatryggingar, vátryggðar af TM, og bjóðast með nýjum og notuðum Toyota og Lexus bílum hjá viðurkenndum söluaðilum. Núverandi eigendum Toyota- og Lexusbíla býðst innan tíðar að kaupa ökutækjatryggingar í gegnum sjálfvirka lausn á heimasíðum Toyota og Lexus.

Toyota tryggingar

Til viðbótar við frábæra þjónustu og góða tryggingu býðst viðskiptavinum Toyota trygginga eftirfarandi þjónusta aukalega. Á einungis við ef viðgerð fer fram í gegn um viðurkenndan þjónustuaðila Toyota og ef um kaskótjón er að ræða.

  • Afnot af bílaleigubíl - Tryggingatakar fá afnot af bílaleigubíl allan þann tíma sem bíllinn er í viðgerð.
  • Viðurkenndir Toyota varahlutir - Tryggt er að viðurkenndir Toyota varahlutir verða notaðir í allar viðgerðir.
  • Bílaþrif - Að viðgerð lokinni er bílinn þrifinn að utan og afhendist skínandi hreinn.


Allar nánari upplýsingar má finna á vef Toyota

Skilmálar

Lexus tryggingar

Til viðbótar við frábæra þjónustu og góða tryggingu býðst viðskiptavinum Lexus trygginga eftirfarandi þjónusta aukalega. Á einungis við ef viðgerð fer fram í gegnum viðurkenndan þjónustuaðila Toyota og ef um kaskótjón er að ræða.

  • Afnot af bílaleigubíl -Afnot af Lexus NX 300h eða RX 450h ef viðgerð fer fram í Kauptúni, annars bílaleigubíl í A flokki ef viðgerð fer fram í gegnum annan viðurkenndan þjónustuaðila Toyota.
  • Viðurkenndir Toyota varahlutir - Tryggt er að viðurkenndir Lexus varahlutir verða notaðir í allar viðgerðir.
  • Bílaþrif - Að viðgerð lokinni fer bíllinn í alþrif og afhendist skínandi hreinn.


Allar nánari upplýsingar má finna á vef Lexus

Skilmálar


Spurningar

Ekki hika við að hafa samband í síma 515 2640 eða senda okkur tölvupóst á toyota@tm.is eða lexus@tm.is ef þig vantar aðstoð í tengslum við trygginguna þína.

Hvað ef það kemur til tjóns?

Ef þú verður fyrir því óhappi að lenda í tjóni þá eru hér leiðbeiningar um hvernig tilkynna á tjónið ásamt næstu skrefum:  

1. Tjón eru tilkynnt hér á vef TM
2. Næst þarf að fara með bílinn í tjónamat til viðurkenndra Toyota þjónustuaðila, sjá lista yfir þjónustuaðila 
3. Þú færð bílaleigubíl á meðan bíllinn þinn er í viðgerð
4. Eigináhættan er greidd á verkstæðinu að viðgerð lokinni

Ef þig vantar aðstoð hafðu þá samband í síma 515-2640 eða sendu okkur tölvupóst á toyotatjon@tm.is eða lexustjon@tm.is