28. nóvember 2024

Breytingar á gjaldskrá NTÍ

Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir breytingar á gjaldskrá

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ, sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um fimmtíu prósent. Þessi heimild mun verða nýtt frá og með komandi nýársdegi.

Við hjá TM innheimtum lögum samkvæmt iðgjöld fyrir hönd NTÍ eins og önnur tryggingafélög, en þau eru innheimt samhliða lögbundinni brunatryggingu húseigna.


Tilkynning NTÍ

Al­þingi sam­þykkti ný­ver­ið breyt­ingu á lög­um um Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Ís­lands (NTÍ) sem fel­ur í sér heim­ild stofn­un­ar­inn­ar til þess að hækka ið­gjöld tíma­bund­ið um 50%.

At­burð­irn­ir, sem átt hafa sér stað á Reykja­nesi und­an­far­ið, hafa haft veru­leg áhrif á fjár­hags­lega stöðu NTÍ. Stofn­un­in þarf á hverj­um tíma að eiga fjár­muni til að greiða bæt­ur vegna tjóns á hús­eign­um, inn­búi og öðru lausa­fé sem vá­tryggt er hjá NTÍ.

Heim­ild til hækk­un­ar á ið­gjöld­um NTÍ verð­ur nýtt og frá og með 1. janú­ar 2025 og verða þau inn­heimt með 50% álagi sam­hliða bruna­trygg­ingar­ið­gjöld­um. Ið­gjald fyr­ir hús­eign­ir, inn­bú og ann­að lausa­fé fer úr 0,025% í 0,0375% af vá­trygg­ing­ar­fjár­hæð.

Sem dæmi um áhrif þess­ara breyt­inga mun ið­gjald til NTÍ af 80 millj­ón króna eign hækka úr kr. 20.000 á ári í kr. 30.000 á ári og ið­gjald af inn­bús­trygg­ingu á 20 millj­ón króna inn­búi mun hækka úr kr. 5.000 í kr. 7.500 á ári.


Nánar um Náttúruhamfaratryggingu Íslands og iðgjöld


Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Ís­lands er op­in­ber stofn­un sem hef­ur það hlut­verk að vá­tryggja hús­eign­ir og bruna­tryggt lausa­fé, þ.m.t. inn­bú, gegn tjóni af af völd­um jarð­skjálfta, eld­gosa, skriðu­falla, snjóflóða og vatns­flóða.

Með­al þeirra gjalda sem inn­heimt eru sam­hliða bruna­trygg­inga­ið­gjöld­um hjá al­mennu vá­trygg­ar­fé­lög­un­um (Sjóvá, TM, Verði og VÍS) er lög­bund­ið ið­gjald sem renn­ur til Nátt­úr­ham­fara­trygg­ing­ar Ís­lands (NTÍ). Ið­gjald­ið hef­ur í ára­tugi ver­ið inn­heimt óháð áhættu, af eign­um um allt land sem fast hlut­fall af bruna­bóta­mati hús­eigna og vá­trygg­ing­ar­fjár­hæð­um lausa­fjár.