14. mars 2022

Heimatrygging frá TM fyrir fólk á flótta

Á erfiðum tímum er mikilvægt að sýna samstöðu og umhyggju. Í ljósi atburða undanfarnar vikur þá viljum við hjá TM aðstoða viðskiptavini okkar sem eru að leggja sitt af mörkum og opna heimilin sín fyrir fólki á flótta og dvelur á Íslandi af mannúðarástæðum. Þeir viðskiptavinir, sem eru með Heimatryggingu TM, og eiga íbúðarhúsnæði eða sumarhús sem þeir eru að lána, geta haft samband og TM mun bjóða Heimatryggingu að kostnaðarlausu. Tryggingin gildir til áramóta og mun ekki hafa áhrif á aðrar tryggingar viðskiptavina TM.

Heimatrygging TM2-4 inniheldur m.a.

  • Tryggingu fyrir persónulega muni og annað innbú
  • Slysatryggingu í frítíma
  • Ábyrgðartryggingu.

Viðskiptavinir geta haft samband hér á netspjallinu, með tölvupósti á tm@tm.is eða í síma 515 2000 og við förum saman yfir málið.