21. september 2023

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Hvatningar­verðlaun

TM hefur frá upphafi sérhæft sig í tryggingum fyrir íslenskan sjávarútveg og hefur því lagt áherslu á að styðja við þróun og nýbreytni í greininni. Í samstarfi við Sjávarútvegsráðstefnuna mun TM veita Hvatningarverðlaunin 2023.

Hvatningarverðlaunin hafa það meginmarkmið að hvetja og styrkja ung fyrirtæki eða einstaklinga til frumkvæðis og nýsköpunar í sjávarútvegi ásamt því að efla umræðu og vitund almennings á mikilvægi þess.

Síðan Hvatningarverðlaunin voru fyrst veitt hafa fjölmörg verðug verkefni hlotið viðurkenningu. Árið 2022 var það Sidewind, sem vinnur að þróun umhverfisvænna lausna fyrir flutningaskip. Sidewind þróar vindtúrbínur sem ætlað er að virkja vindorku og draga úr olíunotkun í gámaflutningaiðnaðinum.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vegna Hvatningarverðlaunanna 2023 og verður tekið við tilnefningum til 5. október n.k. Nánari upplýsingar og innsendingar hér

Hvatningarverðlaunin verða veitt á Sjávarútvegsráðstefnu í Hörpu, 2. nóvember n.k.