27. ágúst 2021

Betri kaskótrygging hjá TM

Við hjá TM vorum að breyta skilmálum kaskótrygginga hjá okkur. Núna ná kaskótryggingar einnig yfir tjón sem verða á rafhlöðu og undirvögnum bifreiða.

Tryggingin nær til skemmda á rafhlöðu og undirvögnum sem eiga sér stað við venjulegan akstur og til skemmda af völdum hesta, sauðfjár og hreindýra utan afgirts svæðis. Eigin áhætta vegna skemmda á undirvagni og rafhlöðu er sú sama og fyrir aðra bíla.

Ef þú ert með ökutækjatryggingu hjá TM er auðvelt fyrir þig að bæta við kaskótryggingu í TM appinu. Þú getur séð þitt verð strax og fengið allar upplýsingar um trygginguna. Í framhaldinu getur þú framkvæmt kaskóskoðun í gegnum appið með því að taka myndir af bílnum. Í kjölfarið færðu samþykki rafrænt og um leið tekur tryggingin gildi.

Hér getur þú skoðað frekari upplýsingar um kaskótrygginguna.