17. mars 2021
Sameining TM og Kviku banka
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er stefnt að sameiningu TM og Kviku banka á næstunni. Með sameiningunni verður til sterkt fjármálafyrirtæki sem er í stakk búið að auka samkeppni og bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu.
Sameiningin hefur engin áhrif á viðskiptavini TM eða samstarfsaðila og þeir þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir vegna hennar. Við hlökkum til að þjónusta viðskiptavini TM áfram með sínar tryggingar og síðan enn víðtækari fjármálaþjónustu í framtíðinni.