21. febrúar 2022

Nú er það rautt!

Góð ráð fyrir óveður

Von er á aftakaveðri, en gefnar hafa verið út veðurviðvaranir fyrir landið allt. TM hvetur til þess að ganga vel frá lausum hlutum utandyra til þess að koma í veg fyrir slys.  

 

Góð ráð fyrir óveður:

  • Hreinsa vel frá niðurföllum og rennum, svo vatn eigi greiða leið í ræsi en ekki inn í fasteign.
  • Loka öllum gluggum og hurðum vel, gluggar og hurðir geta annars fokið upp og jafnvel af.
  • Moka snjó af svölum.
  • Ganga vel frá öllu lauslegu utandyra. Festa eða taka inn hluti sem gætu farið á flug, svo sem grill, útihúsgögn og blómapotta.

    Fleiri góð ráð um varnir og viðbúnað vegna veðurofsa á vef Almannavarna. Þau er að finna hér og eru fljótlesin og geta komið í veg fyrir slys á fólki og tjón á munum.

Að lokum vill TM vill benda á að neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700. Einnig er hægt að tilkynna tjón á vefnum eða í appi hvenær sem er. Nánar um viðbrögð við tjónum má finna hér.