22. september 2024

Sjávarútvegs­sýningin 2024

TM stóð fyrir fræðslufundi og hlaut verðlaun á sýningunni

Íslenska Sjávarútvegssýningin, Icefish 2024, fór fram dagana 18. - 20. september í Fífunni. Á sýningunni var hægt að sjá allt það nýjasta í þróun á vörum og þjónustu í sjávarútvegi.

TM er leiðandi í tryggingaþjónustu fyrir íslenskan sjávarútveg. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1956 hefur fyrirtækið sérhæft sig í lausnum sem tryggja hagsmuni atvinnugreinarinnar jafnt á sjó sem landi. Hjá okkur starfar sérstakt sjávarútvegsteymi sem hefur yfirburðaþekkingu á sjávarútvegi og sérstökum þörfum hans á sviði trygginga.

Við hjá TM tókum því að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þökkum viðskiptavinum okkar ásamt öðrum gestum kærlega fyrir komuna á básinn okkar.


Á sýningunni voru Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í samstarfi við matvælaráðuneytið og Kópavogsbæ þar sem TM hlaut verðlaun fyrir besta sýningabásinn.


Samhliða sýningunni stóðum við fyrir fræðslufundi um tryggingar fyrir skipaeigendur gegn sjóréttarkröfum (e. Protection & Indemnity)

Á mælendaskrá voru Einar Baldvin Axelsson hjá LOGOS, en hann er einn helsti sérfræðingur landsins í sjórétti. Auk hans voru mættir þeir Matthew Ginman og Richard Maile frá tryggingafélaginu British Marine í London en þeir eru báðir með áralanga reynslu á þessu sviði og loks Alan Edwards frá vátryggingamiðluninni Howden en hann hefur þjónustað TM með þessar tryggingar vel á annan áratug. Fundurinn var afar vel sóttur, við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og gagnlegar umræður um þessa mikilvægu tryggingavernd.