23. október 2023

Þjónusta vegna Kvenna­verkfalls

Þann 24. október munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi þeirra og kynbundnu ofbeldi.

TM styður baráttu gegn hvers kyns mismunun og ofbeldi og veitir því konum og kvárum sem starfa hjá félaginu fullt svigrúm til þess að taka þátt í deginum.

Allar þjónustuleiðir TM, þar með talin útibú verða opin en búast má við að aðgerðirnar hafi áhrif á þjónustustig félagsins.

Viðskiptavinir eru hvattir til þess að nýta sér stafræna þjónustu TM í appi, spjallmenni og á vef.