23. október 2025

Þjónusta vegna Kvenna­verkfalls

Þann 24. október munu konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi þeirra og kynbundnu ofbeldi.

TM styður baráttu gegn hvers kyns mismunun og ofbeldi og veitir því konum og kvárum sem starfa hjá félaginu fullt svigrúm til þess að taka þátt í deginum.

Þjónustuleiðir TM verða skertar á þessum degi og öll útibú lokuð.