TM afhentir Svifölduna
Svifaldan verðlaunagripurinn fyrir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021 var nú veitt í tíunda sinn, en markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi.
Upphaflega stóð til að afhenda Hvatningarverðlaunin á Sjávarútvegráðstefnunni sem átti að halda í síðasta mánuði en var frestað til næsta árs vegna Covid. Það var því farin sú leið að afhenda Hvatningarverðlaunin að þessu sinn í höfuðstöðvum TM.
Marea ehf. hlaut Svifölduna, Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021 fyrir að þróa lífplastefni úr íslenskum þara sem ber nafnið Þaraplast.
LAX-INN fræðslumiðstöð í fiskeldi hlaut viðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM. Lögð er áhersla á fræðslu um hvernig fiskeldi við íslenskar aðstæður fer fram, frá hrogni til fisks og alla leið á disk neytenda.
Dr. Ásta Dís Óladóttir hlaut viðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM fyrir ötult starf við menntun, fræðslu og frumkvöðlastarfsemi á sviði sjávarútvegstengdra málefna.