23. ágúst 2023

TM fyrirmyndar­fyrirtæki í stjórnarháttum

Í dag hlaut TM ásamt 17 öðrum fyrirtækjum viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi

Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og verkfræðiþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

 Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

 

Það var Óskar B. Hauksson framkvæmdarstjóri fjármála- og rekstrarsviðs sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd TM.