3. apríl 2023

TM er söluvefur ársins

Síðastliðin föstudag voru íslensku vefverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíó. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) standa að baki verðlaununum en samtökin hafa það að markmiði að efla fagleg vinnubrögð og miðla þekkingu innan greinarinnar. 

TM hlaut verðlaun fyrir söluvef ársins en vefurinn er ætlaður að auðvelda fólki að versla tryggingar á netinu hvar og hvenær sem þeim hentar óháð opnunartíma útibúa.

 Umsögn dómnefndar:

Frumkvöðull á sviði söluvefs á Íslandi má kalla vefinn sem tekur verðlaunin í ár. Vefurinn er skýr, einfaldur og skemmtilegur. Notendamiðuð textasmíð einkenna vefinn ásamt fallegum myndskreytingum sem endurspegla vörumerkið. Það er augljóst að þessi vefur hefur þroskast og dafnað frá því að hann var fyrst gefinn út og er virkilega vel viðhaldið.

 

Þetta er frábær viðurkenning fyrir þá stafrænu vegferð sem TM hefur lagt upp með en það er að auðvelda lífið fyrir viðskiptavini sína og gera tryggingamál einföld og skilvirk. Þess má geta að í fyrra var vefurinn tm.is valinn fyrirtækjavefur ársins á sömu hátíð.  

 

Vefsala TM er unnin í samstarfi við Kolibri.