8. febrúar 2023

TM gerist aðili að PSI, fyrst tryggingafélaga á Íslandi.

PSI er alþjóðlegur sjálfbærnirammi fyrir tryggingafélög.

Principles for Sustainable Insurance (PSI) er alþjóðlegur sjálfbærnirammi fyrir tryggingafélög til að takast á við áhættur og tækifæri sem tengjast umhverfis- og félagsþáttum, og stjórnarháttum (UFS). PSI var sett á laggirnar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun árið 2012 og er stærsta samstarfsverkefni SÞ og tryggingaiðnaðarins.

TM hefur undanfarið haft það að markmiði að innleiða sjálfbærni í starfsemina og vinna með viðskiptavinum og birgjum að umbótum á því sviði. Það var því við hæfi að TM sótti um aðild að PSI og hefur nú hlotið aðild, fyrst tryggingafélaga á Íslandi.

PSI skilgreinir sjálfbærar tryggingar með eftirfarandi hætti: „Sustainable insurance is a strategic approach where all activities in the insurance value chain, including interactions with stakeholders, are done in a responsible and forward-looking way by identifying, assessing, managing and monitoring risks and opportunities associated with environmental, social and governance issues. Sustainable insurance aims to reduce risks, develop innovative solutions, improve business performance, and contribute to environmental, social and economic sustainability“.

 

Hjálmar Sigurþórsson, forstjóri TM:

„Stjórnendur TM vinna markvisst að því að sjálfbærni verði samofin allri starfsemi félagsins í samræmi við ný samþykkta sjálfbærnistefnu. Við höfum til að mynda lagt áherslu á að sjálfvirknivæða kaupferli trygginga fyrir viðskiptavini, sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og skilar sér í bættri þjónustu. TM er einnig fyrsta tryggingafélagið á Íslandi sem hefur framkvæmt  útreikninga á fjármagnaðri losun gróðurhúsalofttegunda frá fjárfestingarsafni sínu með aðferðarfræði PCAF og er það liður í að ná betur utan um kolefnisspor starfseminnar. Aðild TM að PSI mun styðja við þá vegferð sem félagið hefur hafið“.