29. apríl 2024

TM mótið í Garðabæ

TM hefur síðustu ár lagt áherslu á að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingar og heilbrigðis barna og unglinga. TM er stoltur styrktaraðili TM mótsins í Garðabæ en mótið er meðal stærstu knattspyrnumóta sumarsins og hefur verið haldið árlega frá árinu 2010.

Ungar knattspyrnuhetjur fylltu bæinn af fjöri á TM mótinu sem fram fór í apríl. Rúmlega 4200 kát börn á aldrinum fimm til tíu ára víðsvegar af landinu tóku þátt að þessu sinni.


Við hjá TM óskum þátttakendum og forráðamönnum til hamingju með frábært mót og góðrar skemmtunar í íþróttum í sumar!