29. mars 2023

TM tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna

TM hlaut nú á dögunum tvær tilnefningar Íslensku vefverðlaunanna 2022, annars vegar fyrir Stafræna lausn ársins og hins vegar Söluvef ársins. Að baki verðlaununum standa Samtök vefiðnaðarins (SVEF) en samtökin hafa það að markmiði að efla fagleg vinnubrögð og miðla þekkingu innan greinarinnar. 

Tilnefningarnar falla vel að þeim áherslum sem TM hefur undanfarin ár lagt vinnu í sem er þróun á nýjum og rafrænum lausnum fyrir viðskiptavini með þau markmið í huga að gera tryggingamál auðskilin og gegnsæ.  

Áhættumat fyrir líf- og heilsutryggingar sem hefur hingað til kallað á töluverða pappírsvinnu þar sem skila þurfti inn upplýsingum, og úrvinnsla gagna gat tekið nokkrar vikur tekur nú aðeins nokkrar mínútur með sjálfvirku áhættumati. Það þýðir að þau sem ætla að kaupa líf-, sjúkdóma, örorku- eða barnatryggingu í vefsölu TM geta nú notað rafræn skilríki og svarað heilsufarspurningunum rafrænt og fengið niðurstöður strax. Þetta rafræna og sjálfvirka ferli styttir því biðtímann til muna. 

TM býður upp á einfalda og þægilega lausn við kaup á  tryggingum á netinu. Þar geta viðskiptavinir fengið allt frá ráðgjöf til uppsagnar hjá öðru félagi er án aðkomu sölumanns. Hægt er að skoða og versla á sínum hraða óháð opnunartíma og fá besta verðið á tryggingum TM.  

Það er ánægjulegt að hljóta tvær tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna og hvatning um að hugsa í framtíð þegar kemur að stafrænni vegferð.