10. október 2023

TM mótið í hand­bolta

Um liðna helgi léku allra yngstu handboltahetjur landsins listir sínar á TM mótinu í Garðabæ. Um 500 börn víðsvegar af landinu, á aldrinum sex til sjö ára tóku þátt.

TM styrkir á hverju ári ýmis málefni sem talist geta haft jákvæð áhrif á samfélagið, og hefur meðal annars í áraraðir stutt við íþróttaiðkun barna og haldið handknattleiks- og knattspyrnumót fyrir unga iðkendur víða um land ár hvert.

Starfsfólk TM vonar að börn og forráðamenn hafi skemmt sér vel og þakkar þeim kærlega fyrir komuna.